Aldarsaga UMSK 1922-2022

467 yfirburðum, síðar varð Sigmar þekktur í íslensku fjölmiðla- og viðskiptalífi. Einar Karl Hjartarson frá Blönduósi vann hástökkið, aðeins 16 ára gamall og stökk 2,13 metra sem var nýtt landsmótsmet. Einar Karl gekk síðar í raðir ÍR-inga og stökk hæst utanhúss 2,24 m árið 2001 sem er enn gildandi Íslandsmet. Jón Arnar Magnússon UMSS keppti á sínu fjórða landsmóti og stóð um þetta leyti á hátindi frægðar sinnar sem yfirburða tugþrautarmaður. Hann gat nánast valið sér sigurgreinar í Borgarnesi, varð stigahæsti frjálsíþróttamaðurinn og vann einnig besta afrekið samkvæmt stigatöflu, það var í langstökki þar sem hann stökk 7,89 m, nær heilum metra lengra en næsti maður. Jón Arnar sigraði einnig í 110 m grindahlaupi á nýju landsmótsmeti og setti landsmótsmet í stangarstökki, stökk 4,81 m, þrátt fyrir hellirigningu. „Þetta er nú frekar erfitt þegar maður rennur hreinlega niður hálfa stöngina,“ sagði Jón Arnar.580 Hann lék einnig stórt hlutverk í boðhlaupunum, í 4 x 100 m hlaupi náðu Skagfirðingar öðru sæti á eftir UMSK og í 1000 m boðhlaupi hljóp Jón Arnar síðasta sprettinn, tókst að vinna um mikið forskot og sveitin setti landsmótsmet, sveit UMSK lenti í öðru sæti. Jón Arnar sagði í viðtali á landsmótinu: „Nú taka bara við enn meiri æfingar fyrir Heimsmeistaramótið í Aþenu í byrjun ágúst …“581 Þetta var fjórða landsmótið sem Jón Arnar keppti á, hann kvaðst ætíð sofa í tjaldi á landsmótum og ástæðan væri einföld: „Ef maður tjaldar á rólegum stað og hefur með sér góða dýnu þá er miklu betra að sofa í tjaldi en í skólastofu. Hreinna og betra loft og maður sefur miklu betur …“582 Fríða Rún Þórðardóttir UMSK sigraði í 3000 m hlaupi og vann silfurverðlaun í 800 m og 1500 m hlaupum, hún hlaut samtals 30 stig og var stigahæst keppenda úr UMSK. Húnvetningurinn Sunna Gestsdóttir sigraði í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki þar sem hún setti nýtt landsmótsmet, 5,71 metra, hún varð stigahæst kvenna á mótinu. Guðrún Bára Skúladóttir HSK sigraði í 800 m hlaupi eins og áður sagði og vann einnig 1500 m hlaupið. Akureyringurinn Sigurbjörg Hjartardóttir sigraði í 100 m grindahlaupi og Maríanna Hansen UMSE vann hástökkið. Besta afrekið í frjálsum íþróttum kvenna vann Sigríður Anna Guðjónsdóttir HSK í þrístökki sem var keppnisgrein í fyrsta skipti á landsmóti, hún stökk 12,81 metra. Berglind Bjarnadóttir UMSS vann kúluvarpið, Hanna Lind Ólafsdóttir UMSB kringlukastið og Vigdís Guðjónsdóttir HSK spjótkastið á nýju landsmótsmeti. Glíma. Þingeyingar og Skarphéðinsmenn voru sterkastir á glímuvellinum. Inga Gerða Pétursdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir, báðar úr HSÞ, sigruðu hvor í sínum þyngdarflokki. Karlar kepptu í þremur þyngdarflokkum, þar Keppendur frá UMSK við mótssetninguna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==