Aldarsaga UMSK 1922-2022

466 77 keppnisgreinar Keppendur tóku að hópast á tjaldstæðið um miðja viku, keppnin hófst á fimmtudegi og stóð fram á sunnudag. Veðrið var ekki eftir bestu óskum, á köflum hellirigndi en á sunnudeginum skein sól í mótslok. Líklega hefur veðrið haft einhver áhrif á aðsóknina, talið er að um 7000 gestir hafi sótt mótið en vonast hafði verið eftir mun fleira fólki. Keppendur voru 1486 talsins sem var svipaður fjöldi og á tveimur undanförnum landsmótum. Nýjar greinar voru golf og hestaíþróttir en júdókeppnin féll niður vegna dræmrar þátttöku. Sýningargreinar voru íþróttir fatlaðra og æskuhlaup. Samtals voru keppnisgreinarnar 77 talsins, enn á ný var reglum um stigagjöf breytt, í sérhverri einstaklingsgrein fengu tíu efstu keppendurnir stig, frá tíu stigum niður í eitt. Í hópíþróttagreinum fengu tíu efstu liðin stig og fleiri breytingar voru gerðar á stigagjöfinni. Hér verður sagt frá keppni og úrslitum í einstökum greinum og stafrófsröð látin ráða för. Blak karla. Þar léku UMSK og UÍA til úrslita, líkt og á Laugarvatni fjórum árum fyrr. Leikurinn fór fram á sunnudeginum, var hnífjafn, æsispennandi og stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir. UÍA-liðið, sem var skipað leikmönnum úr Þrótti í Neskaupstað, marði sigur í tveimur fyrstu hrinunum svo nú var að duga eða drepast fyrir UMSK sem vann öruggan sigur í þriðju hrinunni. UÍA-menn svöruðu strax fyrir sig í fjórðu hrinunni og höfðu þar með sigur í leiknum, í sögu UMFÍ segir: „Austfirðingar komu aftur eins og grenjandi ljón og það var barist um hvern bolta. Eftir að hafa stokkið, varist, blakað og skellt í næstum tvo klukkutíma hlutu Austfirðingar langþráðan sigur en áhorfendur, sem voru vel með á nótunum, fengu að sjá blak eins og það gerist best.“579 Borðtennis. Í borðtennis kvenna röðuðu Þingeyingar sér í þrjú efstu sætin en Albrecht Ehmann UMSK sigraði í karlaflokki líkt og þremur árum fyrr á landsmótinu á Laugarvatni. Bridds. 16 sveitir kepptu í bridds, Þingeyingar höfðu sigur en Ungmennafélagið Víkverji lenti í öðru sæti. Briddskeppnin fór fram á Hvanneyri og voru þátttakendur ánægðir með aðstöðuna í bændaskólanum. Fimleikar kvenna. UMSK sigraði í stigakeppninni, HSK var í öðru sæti og Keflvíkingar í því þriðja. Frjálsar íþróttir. HSK var stigahæst í frjálsíþróttakeppninni, Skagfirðingar voru í öðru sæti, UMSK og UMSB voru skammt undan. Ólafur Guðmundsson HSK sigraði í 100 m hlaupi á frábærum tíma, 10,87 sek., Hörður Gunnarsson UMSK varð annar. Með sigri sínum fetaði Ólafur í fótspor föður síns, Guðmundar Kr. Jónssonar, sem sigraði í 100 m hlaupi á landsmótunum 1965 og 1968. Ólafur vann einnig þrístökkið og varð annar í kúluvarpi. Egill Eiðsson UMSK hafði áður sigrað fjórum sinnum í 400 m hlaupi á landsmótum en varð að sætta sig við silfrið að þessu sinni, Ingi Þór Hauksson, félagi hans úr UMSK, vann gullið. Þingeyingurinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson sigraði í 800 m hlaupi, eins og áður sagði, og einnig í 1500 m hlaupi, Rögnvaldur Ingþórsson UMSE vann 5000 m hlaupið. UMSK vann til gullverðlauna í 4 x 100 m hlaupi og hreppti silfrið í 1000 m boðhlaupi. Magnús Aron Hallgrímsson HSK sigraði í kringlukasti og Sigmar Vilhjálmsson UÍA vann spjótkastið með Mótssetning 4. júlí 1997, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, Hulda Olgeirsdóttir og Vilhjálmur Einarsson, skólameistari á Egilsstöðum, sem var heiðursgestur mótsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==