Aldarsaga UMSK 1922-2022

463 fimleikasýningum á hitabylgjumótinu og Ólöf keppti þar í kúluvarpi og náði þriðja sæti. Fyrir utan að rifja upp gamla tíma háði „65-fólkið“ keppni í boðsundi og boðhlaupi og sýndi hvað í því bjó. Rúsínan í pylsuendanum var þegar hinir einu sönnu Hljómar mættu á staðinn og léku fyrir dansi, rétt eins og þeir hefðu skroppið frá í tæp 30 ár en væru nú aftur mættir á svæðið til að syngja: Bláu augun þín blika djúp og skær, lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær. Síðasta sveitalandsmótið 28 héraðssambönd og ungmennafélög víða að af landinu unnu til stiga á landsmótinu sem tókst vel á heildina litið. Það var stundum kallað síðasta sveitalandsmótið, öll síðari landsmót voru haldin á fjölmennari þéttbýlisstöðum en Laugarvatn er. Undirbúningur og þátttaka UMSK í mótinu tókst prýðilega og landsmótsnefnd UMSK sendi frá sér þessi skilaboð í ársskýrslu: „Landsmótsnefndin vill að lokum þakka þeim fjölmörgu sem lögðust á eitt um að gera þátttöku UMSK sem glæsilegasta á 21. landsmóti UMFÍ fyrir frábær störf.“577 Enginn tími fyrir æfingar Morgunblaðið birti þessa frásögn af keppni í pönnukökubakstri á mótinu: „Ein af þeim greinum sem jafnan vekja mikla athygli á landsmóti er pönnukökubakstur. Jafnan er mikið fjölmenni að fylgjast með og alla langar að fá að smakka, en það er ekki hægt því það eru aðeins dómararnir sem fá að smakka, enda meðal annars dæmt eftir bragði. Þorlákur Magnús Níelsson úr Mosfellsbænum var einn þeirra sem tók þátt í pönnukökubakstrinum, en hann keppir fyrir UMSK. „Ég held mér hafi bara gengið vel, alla vega sýndist mér pönnukökurnar mínar líta vel út og þær hafa örugglega verið góðar á bragðið,“ sagði hann eftir að hafa lokið keppni í fyrsta riðli, en keppendur voru 21 að tölu og fjórir kepptu í einu. Þorlákur Magnús sagðist vera að keppa á sínu fyrsta landsmóti. „Það var hringt í mig og ég beðinn um að taka þátt. Ætli það hafi ekki fyrst og fremst verið vegna þess að ég er fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Íslandi og svo er ég þannig að ég er alltaf til í allt.“ Aðspurður um hvort mikið hefði verið æft sagði Þorlákur Magnús að svo væri ekki. „Ég ætlaði að taka æfingu hér fyrir austan en það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft tíma fyrir það. Ég og Gunnar Skaptason, félagi minn, sjáum um Olís-Grillstöðina og höfum opið á nóttunni líka þannig að ég hef ekkert komist í að baka pönnukökur,“ sagði Þorlákur Magnús og var rokinn til að afgreiða í Grillstöðinni þar sem allt var fullt af fólki. Hann sagði að mikið væri að gera á næturnar í Grillstöðinni enda væri þetta eini staðurinn sem væri opinn þá og því gott fyrir menn að komast í skjól og fá sér kaffisopa. Keppnin í pönnukökubakstri fer þannig fram að allir verða að hafa sama magn af deigi en geta bætt út í það dropum og öðru til að bragðbæta. Síðan taka menn til við að baka og rúlla þeim síðan upp. Einkunn er gefin fyrir leikni við baksturinn, útlit og bragð. Einnig skiptir máli hversu lengi menn eru að baka og hversu margar pönnukökur menn fá úr deiginu. Þorlákur Magnús tók sig vel út við pönnukökubaksturinn enda vanur úr eldhúsinu á Hótel Íslandi. Hann reyndi þó ekki að kasta pönnukökunum upp í loftið og snúa þeim við þannig.“576 Þorlákur Magnús Níelsson keppti í pönnukökubakstri fyrir UMSK á landsmótinu á Laugarvatni. Á þessari ljósmynd sker hann hinsvegar hangiket niður við þorratrog.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==