462 og sigruðu þeir síðarnefndu 83–77. 1. deildarlið Breiðabliks keppti fyrir hönd UMSK og hafnaði í 6. sæti. Skák. Tólf lið settust við taflborðið á Laugarvatni, keppt var í fimm umferðum eftir Monrad-kerfi þar sem hver vinningur skipti miklu máli. UMSK hafði lotið í lægra haldi fyrir Akureyringum á landsmótinu í Mosfellsbæ 1990 en náði nú vopnum sínum og sigraði UMSE með fjórum vinningum gegn engum. UMSK sigraði örugglega í keppninni, Ungmennafélagið Geisli á Súðavík varð í 2. sæti og Eyfirðingar í því þriðja. Starfsíþróttir. Starfsíþróttagreinar voru þær sömu og í Mosfellsbæ: Pönnukökubakstur, hestadómar, línubeiting, dráttarvélaakstur, lagt á borð, starfshlaup og jurtagreining. Á þessum vettvangi hafði UMSK ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. Lárus Pétursson úr Dreng var sá eini sem náði stigi fyrir UMSK en hann varð í 6. sæti í dráttarvélaakstri. Sund. HSK hafði yfirburði í sundkeppninni, sigraði í 18 greinum af 24 og fékk langflest stigin. Þjálfari HSK-liðsins var Eðvarð Þór Eðvarðsson, fyrrum landsliðsmaður úr Njarðvík, en keppti núna fyrir HSK. Eðvarð, Vilborg Magnúsdóttir og Ægir Sigurðsson unnu öll það afrek að sigra í fimm greinum á mótinu, að meðtöldum boðsundsgreinum. 22 sundmenn kepptu undir merkjum UMSK sem náði 2. sæti í stigakeppninni, þar náði Hrafnhildur Hákonardóttir úr Aftureldingu besta árangrinum þegar hún sigraði í 100 m skriðsundi á 1:02,8 mín og vann besta afrekið samkvæmt stigatöflu. Geir Rúnar Birgisson og Sigríður Magnúsdóttir voru einnig drjúg við stigadráttinn fyrir UMSK. Sýningargreinar. Að venju var keppt í nokkrum sýningargreinum á landsmótinu. Að þessu sinni voru það fimleikar, júdó, íþróttir fatlaðra, hestaíþróttir, 65-keppni, æskuhlaup og stafsetningarkeppni sem var opin öllum. Hér er sýnishorn úr textanum sem var lesinn upp í heyranda hljóði í réttritunarkeppninni: „Allir hugðu að ungmennafélagsformaður Jökulfirðinga yrði að athlægi fyrir slælegan árangur keppendanna síðastliðið sumar, en félagarnir lágu ekki á liði sínu að örva og styðja viðleitni Áskels Þórarinssonar frá Efri-Sýrlæk að tefla fram heilsteyptu og samhentu liði á landsmótinu.“574 Þessi leikur að orðum var síðar tekinn upp á landsmótum sem keppnisgrein. Margt er sér til gamans gert Í aðdraganda mótsins var oft talað um góðviðrið á landsmótinu árið 1965 og að sjálfsögðu vonast eftir svipuðu veðri. Það fór þó á annan veg, rok og töluverð rigning settu sinn svip á mótið sem hafði áhrif á aðsóknina, talið er að 5–7 þúsund manns hafi sótt mótið sem var langt undir væntingum og varð um fimm milljóna króna halli á mótinu. Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, kvaðst þó í viðtali vera mjög ánægður með mótið, hann hefði ekkert hlustað á veðurspár en haft bæði með sér stuttbuxur og hlý föt og tekið því sem að höndum bar.575 Víst er að landsmótsgestir létu hvergi deigan síga, á laugardagskvöldinu var haldin kvöldvaka í íþróttahúsinu. Ungmennafélagið Axlarbjörn var með skemmtiatriði, Stjörnustúlkur sýndu fimleika, Sigríður Beinteinsdóttir söng við mikla hrifningu gesta. Síðan var þjóðdansasýning hjá átta danspörum sem höfðu sýnt þjóðdansa á landsmótinu 1965 og virtust engu hafa gleymt. Stjórnandi var Hafsteinn Þorvaldsson. Loks kom Magnús Scheving þolfimimeistari, hann hvatti gesti til lífs án áfengis og lék listir sínar við mikla hrifningu gesta. Magnús var iðinn við kolann alla landsmótshelgina, stýrði leikfimi á morgnana og fór í leiki með ungum landsmótsgestum um miðjan dag. Bryddað var upp á ýmsu fyrir hinn almenna mótsgest: Lýðveldishlaup var haldið í tilefni af því að hálf öld var liðin frá því að Íslendingar stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum, Útileikhúsið á Egilsstöðum hélt sýningu, leiktæki og hestaleiga voru á staðnum, boðið var upp á gönguferðir um þorpið með leiðsögn og landgræðslan var með aðstöðu í stóru tjaldi á mótssvæðinu. Stungin voru rofabörð í nágrenninu, sáð í moldarflög og plantað trjám, mótið stóð fyllilega undir kjörorði ungmennafélaga: Ræktun lýðs og lands. Bláu augun þín Hitabylgjumótið á Laugarvatni 1965 féll þeim seint úr minni sem voru staddir þar. Þegar ljóst var að stefnt var að landsmóti á sama stað tæpum 30 árum síðar kviknaði sú hugmynd að rifja upp mótið góða. Ljósmyndum og munum frá ’65-mótinu var safnað saman og haft samband við keppendur og starfsfólk sem þar voru og þau hvött til að fjölmenna á Laugarvatn til að rifja upp gamla tíma. Sumarhús var sett upp við vatnið og kallað ’65-húsið. Ólöf Halldórsdóttir og Unnur Stefánsdóttir voru þar húsráðendur, þær höfðu báðar tekið þátt í þjóðdansa- og
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==