Aldarsaga UMSK 1922-2022

461 400 m hlaupi og var það í þriðja skiptið sem hann sigraði í þeirri grein á landsmóti, Ingi Þór Hauksson varð annar. Þessir fjórir hlauparar skipuðu boðhlaupssveit UMSK sem sigraði bæði í 4x100 m hlaupi og 1000 m hlaupi og setti landsmótsmet í báðum greinunum, glæsilegur árangur það; Egill hlaut frjálsíþróttabikar UMSK árið 1996. Unnar Garðarsson, sem hafði áður keppt fyrir HSK, keppti nú fyrir UMSK, hann varð þriðji í kúluvarpi og kringlukasti og sigraði í spjótkasti, sama ár fékk hann frjálsíþróttabikar UMSK. Fríða Rún Þórðardóttir náði þeim stórkostlega árangri að vinna þrenn gullverðlaun, í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaupum og setti landsmótsmet í þeim öllum, hún varð einnig stigahæst í frjálsum íþróttum með fullt hús stiga. Fríða Rún hlaut frjálsíþróttabikar UMSK árin 1992 og 1993. Glíma. 35 keppendur tóku þátt í glímukeppninni og hafði þeim fjölgað um helming frá síðasta landsmóti. Munaði mestu um það að nú mættu stúlkur í fyrsta skipti til leiks, flestar úr HSK, og kepptu í tveimur þyngdarflokkum. Sigurvegarar voru Heiða Björg Tómasdóttir og Karólína Ólafsdóttir, báðar úr Skarphéðni. Í karlaflokki voru þrír þyngdarflokkar, þar sigraði Helgi Kjartansson úr HSK í léttasta flokknum, Arngeir Friðriksson úr HSÞ í milliþyngdarflokki, í þyngsta flokknum sigraði Jóhannes Sveinbjörnsson úr HSK og lagði alla sína andstæðinga. Handknattleikur kvenna. Stúlkur úr meistaraflokki Stjörnunnar kepptu fyrir hönd UMSK og sigruðu með glæsibrag, Laufey Sigvaldadóttir úr UMSK varð markahæst á mótinu með 24 mörk í þremur leikjum. Í úrslitaleiknum vann UMSK lið HSK (stúlkur frá Selfossi) 22–10. Keppt var utandyra á malbiki, rigning setti svip sinn á keppnina og boltinn var þungur og háll. Þetta hafði þó ekki áhrif á leikgleðina, að minnsta kosti ekki hjá Guðnýju Gunnsteinsdóttur sem var um skeið fyrirliði Stjörnunnar og landsliðsins. Hún sagði í viðtali: „Mér finnst alveg meiriháttar gaman á landsmótunum og það er allt önnur stemmning að leika handbolta úti en inni og ekkert verra. Það verður bara að aðlaga sig því að leika á malbiki og alls ekki hægt að gera sömu hluti og inni, en þetta er samt mjög gaman. … Mér finnst alls ekki að eigi að afnema þá hefð að leika handbolta úti því það er mjög skemmtilegt að leika handbolta úti á sumrin, einkum á landsmótum. Mér fannst það mjög sjarmerandi í sumar að leika í pollunum.“573 Júdó karla. Keppt var í þremur þyngdarflokkum en keppendur voru einungis frá fjórum félögum og samkvæmt mótsreglunum voru þess vegna engin stig gefin í þessari grein. Í léttasta flokknum sigraði Grindvíkingurinn Gunnar Jóhannesson, Bergur Pálsson úr HSK vann millivigtarflokkinn en í þyngsta flokknum bar Sigurður Hauksson úr Ungmennafélagi Grindavíkur sigur úr býtum. Knattspyrna. Aðeins fimm lið mættu til leiks í knattspyrnu kvenna, UÍA sigraði örugglega og voru stúlkurnar flestar frá Íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum. UMSK-stúlkurnar lentu í 3. sæti, þær voru flestar úr 2. flokki Breiðabliks, meistaraflokkurinn keppti á öðrum slóðum þessa helgina. Í knattspyrnu karla komu Njarðvíkingar mest á óvart. Þeir léku í 4. deild um þær mundir, en komust í úrslit á Laugarvatni og sigruðu nágranna sína úr Keflavík, 5:1. Lið UMSK kom að mestu úr 2. flokki Breiðabliks og lenti í 3. sæti en meistaraflokkur Breiðabliks var önnum kafinn á öðrum vettvangi. Körfuknattleikur karla. Þátttakan í karlakörfunni var mjög góð, 18 lið skráðu sig til leiks og vegna fjöldans var efnt til forkeppni. Átta lið kepptu til úrslita á Laugarvatni, þar af þrjú af Suðurnesjum. Keflvíkingar voru dæmdir úr leik vegna ólöglegra leikmanna og Njarðvíkingar, sem höfðu verið sigursælir á undanförnum landsmótum, voru slegnir út af nágrönnum sínum úr Grindavík. Úrslitaleikurinn var milli Borgfirðinga og Grindvíkinga Unnar Garðarsson náði góðum árangri í kastgreinum á mótinu og var valinn frjálsíþróttamaður UMSK það sama ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==