460 Borðtennis. UMSK tefldi fram borðtennisliðum, bæði í karla- og kvennaflokki. Albrecht Ehmann UMSK sigraði í karlaflokki, þótt kominn væri á fimmtugsaldur, og Lilja Benónýsdóttir UMSK var í öðru sæti í kvennaflokki. Bridds. 18 sveitir mættu til keppni þar sem allar sveitirnar spiluðu við alla, átta spil í hvert sinn. Elsti briddsspilarinn og jafnframt elsti keppandi mótsins var hinn áttræði Lárus Hermannsson sem keppti fyrir Ungmennafélagið Víkverja í Reykjavík. Rimman hófst á fimmtudegi og lauk ekki fyrr en á hádegi á sunnudeginum. Keflvíkingar héldu forystunni allan tímann, Borgfirðingar lentu í öðru sæti og Bolvíkingar í því þriðja og vöktu verðskuldaða athygli. Héraðssamband Bolungarvíkur (HSB) var stofnað árið 1982 og var yngsta og fámennasta héraðssambandið á landsmótinu en náði þó 11. sæti í heildarstigakeppninni. Miklar vonir voru bundnar við árangur briddsliðs UMSK en það varð að láta sér lynda 4. sætið. Fimleikar kvenna. Fimleikasveit UMSK bar sigur úr býtum í fimleikakeppninni en þar sem aðeins þrjú lið mættu til leiks var greinin ekki metin til stiga. Keppnin var þó hörkuspennandi, HSK lenti í öðru sæti og Keflvíkingar í því þriðja. Frjálsar íþróttir. Keppnin í frjálsum íþróttum vakti að venju mikla athygli. Skarphéðinsmenn höfðu mikla yfirburði í stigakeppninni, fengu 206 stig en UMSK hafnaði í öðru sæti með 114 stig. Baráttan um bronsið var tvísýnni, aðeins hálft stig skildi að Eyfirðinga og Skagfirðinga, þeir fyrrnefndu höfðu vinninginn. Í sigurliði Skarphéðins var margt afreksfólk, til dæmis Þórdís Gísladóttir, sem sigraði í hástökki og 100 m grindahlaupi og var að auki í tveimur boðhlaupssveitum sem unnu til verðlauna, Vésteinn Hafsteinsson vann kringlukastið, setti þar glæsilegt landsmótsmet og varð annar í kúluvarpi á eftir Andrési Guðmundssyni sem hreppti silfrið í kringlunni á eftir Vésteini. Ólafur Guðmundsson vann til verðlauna í 110 m grindahlaupi, langstökki, þrístökki og boðhlaupum. Náfrændi Ólafs, Jón Arnar Magnússon, sem hafði áður keppt fyrir HSK, keppti núna fyrir Skagfirðinga og var drjúgur við stigadráttinn, sigraði í tveimur greinum, 110 m grindahlaupi og langstökki, og hreppti silfur í stangarstökki og boðhlaupum. Sigmar Helgi Gunnarsson UMSB stóð uppi sem sigurvegari í 1500 m og 5000 m hlaupum, Sunna Gestsdóttir USAH sigraði í 100 m hlaupi og langstökki, vann silfur í 100 m grindahlaupi og brons í boðhlaupi. Um þetta leyti stóðu frjálsar íþróttir með miklum blóma innan UMSK, Egill Eiðsson var aðalþjálfarinn, hann var einnig líklegur sigurvegari í 100 m hlaupi á Laugarvatni en Hörður Gunnarsson, félagi hans úr UMSK, var hársbreidd á undan honum. Kristján Friðjónsson, einnig úr UMSK, varð þriðji. Egill hafði sigur í Horft yfir leikvanginn á Laugarvatni, splunkunýjar hlaupabrautirnar bíða spenntar eftir væntanlegum afrekum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==