Aldarsaga UMSK 1922-2022

459 Hér verður rakinn árangur og úrslit í einstökum íþróttagreinum og sjónum ekki síst beint að keppendum úr UMSK sem tók þátt í öllum greinum – nema glímu líkt og á undanförnum landsmótum. Blak karla. Keppnin fór fram í tveimur riðlum, UÍA sigraði í öðrum riðlinum og skákaði þar með Skarphéðni sem hafði löngum teflt fram öflugu blakliði á landsmótum. Í hinum riðlinum munaði minnstu að NorðurÞingeyingar (UNÞ) veltu UMSK-liðinu af stalli. Úrslitaleikurinn var á milli UMSK og UÍA og er lýst þannig í sögu UMFÍ: „Eins og á fyrri landsmótum var mikil spenna í úrslitaleiknum og ekki minnkaði hún við að UÍA vann fyrstu hrinuna. Í liði UMSK voru Íslandsmeistarar HK og ungir strákar úr Stjörnunni og nú tóku þeir á stóra sínum og unnu næstu þrjár hrinur og þar með leikinn. Austfirðingar sýndu frækilega mótspyrnu en urðu að játa sig sigraða að lokum.“571 Þessi blaksigur var mjög kærkominn í herbúðum UMSK eins og fram kom í viðtali við Albert H. N. Valdimarsson: „Keppnin á Landsmóti UMFÍ hefur alltaf verið stórskemmtileg og yfirleitt verið á milli UMSK og HSK. Stemmningin sem var í Keflavík 1984 þegar þessi sambönd léku til úrslita var hreint ótrúleg og það þurfti ekki mikið meira til að þakið hreinlega rifnaði af húsinu. Fram að landsmótinu á Laugarvatni í sumar höfðum við þótt ótrúlegt sé ekki náð að vinna sigur en það tókst loksins í sumar enda kominn tími til.“572 UMSK-fólk í skrúðgöngu við upphaf landsmótsins í nýjum búningum. Íþróttakennaraskóli Íslands í baksýn. Alda Helgadóttir (til vinstri) og Ester Jónsdóttir önnum kafnar við matseld í UMSK-tjaldinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==