Aldarsaga UMSK 1922-2022

456 Mótið við vatnið Landsmót UMFÍ á Laugarvatni 15.–17. júlí 1994 1993 eða 1994? Frá árinu 1975 hafði skapast sú fasta regla að þrjú ár liðu á milli landsmóta UMFÍ: Selfoss ’78, Akureyri ’81, Suðurnes ’84, Húsavík ’87, Mosfellsbær ’90 en hvar árið ’93? Böndin bárust að Laugarvatni þar sem hið rómaða „hitabylgjumót“ var haldið tæpum 30 árum fyrr. Þetta var samþykkt, landsmótsnefnd tók til starfa, formaður hennar var Guðmundur Kr. Jónsson, þrautreyndur keppandi á landsmótum, fyrrum formaður HSK og framkvæmdastjóri landsmótsins á Selfossi árið 1978. Það var ljóst að taka þurfti til hendinni á Laugarvatni og bæta aðstöðuna verulega fyrir landsmótið, þar skorti bæði sundlaug og nýjan frjálsíþróttavöll, krafa tímans var að hafa gerviefni á atrennu- og hlaupabrautum, líkt og á landsmótinu í Mosfellsbæ 1990. Nauðsynlegt var að ríkisvaldið legði til fjármagn í svo kostnaðarsöm mannvirki, fyrstu undirtektirnar lofuðu góðu en eftir alþingiskosningar árið 1991 kom annað hljóð í strokkinn, ríkið kippti að sér hendinni hvað fjárframlög snerti, landsmótið 1993 var í uppnámi og landsmótsnefndin sagði af sér. Nú voru góð ráð dýr, þrautalendingin var að fresta mótinu um eitt ár, þá gæfist rýmri tími til að fjármagna uppbyggingu á nýjum mannvirkjum. Ný sjö manna landsmótsnefnd tók til starfa undir formennsku Þóris Haraldssonar, varaformanns UMFÍ. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, starfaði með nefndinni, hún ákvað að minnka umfang mótsins og miða það við aðstæður á Laugarvatni. Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson var ráðinn framkvæmdastjóri mótsins, hann hafði áður komið við sögu landsmótanna sem keppandi með körfuknattleiksliði HSK. Guðmundur Kr. Jónsson var þulur mótsins, haldin var samkeppni um merki þess, tillaga Rúnars Gränz varð fyrir valinu, merkið vísaði til LaugarAlmennilegur matur Svanur M. Gestsson segir frá: „Ég fór einu sinni sem fulltrúi UMSK í UMFÍferð til Ítalíu þar sem við kynntum okkur hvernig Ítalir báru sig að í íþróttamálum. Þetta var mjög áhugaverð ferð; ég man að það var pasta í allar máltíðir nema einu sinni – þá var kjöt í matinn. Þá sagði einn úr hópnum: Loksins fær maður almennilegan mat!“567 Íslensku ungmennafélagarnir, sem fóru í kynnisferð til Ítalíu, voru hrifnari af kjötmetinu en pastaréttunum. Góður árangur Svanur M. Gestsson, formaður UMSK 1993–2000, gerði upp almanaksárið 1993 með þessum orðum í ársskýrslu: „Á síðasta ári [1993] hefur félögum innan UMSK gengið nokkuð vel. Meistaraflokkur HK í blaki varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Í knattspyrnu karla unnu Breiðablik og Stjarnan sig upp í fyrstu deild og HK sigraði þriðju deildina. Í handboltanum tryggði Afturelding sér fyrstudeildarsæti. Stjarnan átti fimleikakonu ársins. Bæði sundlið og frjálsíþróttalið UMSK komust upp í fyrstu deild. Þá áttu siglingamenn gott ár og keilumenn og konur settu fjölmörg met í þessari yngstu íþróttagrein innan sambandsins. Hestamenn stóðu sig vel bæði hér heima og erlendis. Endalaust mætti áfram telja góðan árangur.“565 Tveimur árum síðar ritar Svanur í ársskýrslu sambandsins: „Kæru félagar, viðburðarríku ári [1995] er lokið og nýtt ár að byrja. Þegar litið er til baka má sjá frábæran árangur íþróttafólks í fjölmörgum greinum. Margir titlar voru unnir hjá aðildarfélögum okkar og mikil gróska í íþróttalífi yngra fólksins. Um 150 krakkar sóttu 2. unglingalandsmót UMFÍ á okkar vegum og var árangur þeirra alveg frábær. Af árangri einstakra félaga má nefna að HK varð Íslandsmeistari í blaki karla og kvenna, auk þess sem karlaliðið varð bikarmeistari. Stjarnan varð deildar- og Íslandsmeistari í handknattleik kvenna. Breiðablik varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna og körfuknattleik kvenna. Gerplustelpur náðu Íslandsmeistaratitli í Trompfimleikum. Þá náði sundlið UMSK að sigra aðra deild Bikarkeppni SSÍ og frjálsíþróttaliðið náði góðum árangri og má þar sérstaklega nefna hina geysisterku boðhlaupssveit karla sem sigrar á öllum mótum.“566

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==