Aldarsaga UMSK 1922-2022

454 Félagsskapurinn skiptir mestu máli, segir Svanur M. Gestsson Fæddur Valsari Svanur M. Gestsson (f. 1948) starfaði mikið innan knattspyrnudeildar Aftureldingar og var sæmdur gullmerki UMFA árið 1999, á 90. afmælisári félagsins. Svanur vann einnig drjúgt á vettvangi UMSK þar sem hann gegndi formennsku á árunum 1993–2000. Hann segist þó vera Valsmaður, fyrst og fremst! Já, ég er fæddur Valsari og verð það alltaf, sagði Svanur í viðtali haustið 2018. Ég er alinn upp í Reykjavík sem skiptist í „áhrifasvæði“ á milli íþróttafélaganna á þeim árum, fyrst bjó ég á „Valssvæði“ og pabbi var glerharður Valsari. Ég byrjaði að leika mér í fótbolta með Val þegar ég var fimm ára, síðan flutti fjölskyldan í Smáíbúðahverfið og þar spilaði ég með Víkingi til tólf ára aldurs en þá fór ég aftur að æfa með Val. Maður var allan daginn með félögunum í fótbolta og 16 ára var ég kominn í stjórn knattspyrnudeildar Vals. Ég æfði með Val þar til ég var kominn á þrítugsaldurinn og mæti núna í sjálfboðavinnu í Valsheimilinu. Sjoppan og boltinn Árið 1970 hóf ég að reka verslun við Þverholt í Mosfellssveit sem var kölluð Svanssjoppa, heldur Svanur áfram. Þá bjuggu tæplega þúsund manns í sveitarfélaginu og Afturelding var eina íþróttafélagið. Ég bjó þá í Reykjavík en flutti upp eftir með fjölskyldu minni árið 1978, ári eftir að íþróttahúsið á Varmá kom til sögunnar, húsið skipti sköpum fyrir íþróttalífið í sveitinni og krakkarnir mínir fóru að æfa með Aftureldingu. En hvernig var aðstaðan utanhúss á þeim árum? Fyrst var eingöngu malarvöllur á Varmá sem breyttist í leðjusvað á vorin en við fengum að æfa og keppa á Tungubökkum sem gjörbreytti aðstöðunni. Eitt leiddi af öðru, ég varð formaður knattspyrnudeildar UMFA 1989–1991, allt var unnið í sjálfboðavinnu auðvitað, líka að dæma knattspyrnuleiki. Við héldum einnig utan um fjármálin, þegar deildin lenti í fjárhagsvandræðum vorum við stjórnarmenn ábyrgðarmenn fyrir fjárhagslegum skuldbindingum sem fjölskyldumeðlimir okkar vissu kannski ekkert um. Þetta gat staðið tæpt en alltaf bjargaðist þetta fyrir horn. Við nutum líka mikillar góðvildar hjá fyrirtækjum, ég minnist til dæmis Jónatans Þórissonar sem rak rútufyrirtæki í Mosfellsbænum, hann var einstaklega lipur í samskiptum og keyrði keppendur á leiki og mót fyrir mjög sanngjarnt verð, nánast fyrir ekki neitt. Saman erum við sterkari Svanur tók sæti í stjórn UMSK sem fulltrúi Aftureldingar á 9. áratugnum og varð síðan formaður sambandsins. Formennskan var ekkert sérstakt keppikefli hjá mér, segir hann, en mér fannst gott að vinna með öðru fólki og hafði það á tilfinningunni að flestum þætti gott að vinna með mér. Maður kynntist fjölda fólks úr mörgum félögum af stóru félagssvæði. Ég var í góðum tengslum við aðildarfélögin í minni formennskutíð, það kom ekkert alvarlegt atvik upp á og ég var miklu lengur í stjórninni heldur en ég bjóst við, það er jafnvel ennþá verið að leita til mín. Ég var formaður í sjö ár og það var nánast sama stjórnin allan tímann. Þarna var fólk úr ýmsum greinum, sumir voru siglingamenn, aðrir hestamenn, sumir komu úr handboltanum eða fótboltanum, eða sundinu eða blakinu. Ótrúlega margir halda að við séum á einhverjum ofurlaunum við okkar stjórnarstörf, þetta var auðvitað allt unnið í sjálfboðavinnu og enginn að hugsa um laun. En komu ekki upp efasemdir um framtíð héraðssambandsins í þinni stjórnartíð? Jú, það komu upp raddir hjá ungmennafélögunum í Kópavogi um að kljúfa sig út úr samSvanur M. Gestsson var formaður UMSK 1993– 2000.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==