453 Macintosh og PC Tóku tölvumálin ekki miklum breytingum hjá ykkur á þessum árum? Jú, þróunin þar var býsna hröð eins og allsstaðar í samfélaginu. UMFÍ hóf að nota skráningarforritið Kappi og ÍSÍ þróaði starfsskýrslukerfið Fjölni. En UMFÍ var með allt sitt í Macintosh á meðan ÍSÍ var með sitt í PC-umhverfi, þetta flækti málin og á skrifstofu UMSK fór mikil vinna í að koma starfsskýrslum félaganna á milli tölvukerfanna. En fjölgaði aðildarfélögunum mikið? Já, þau urðu bæði fleiri, stærri og fjölbreyttari, enda stórfelld fólksfjölgun á sambandssvæðinu. Þetta kallaði á mikla uppbyggingu á íþróttaaðstöðu, mér finnst sveitarfélögin almennt hafa staðið sig vel á því sviði, vönduð íþróttamannvirki eru forsenda fyrir blómlegu íþróttalífi. Urðu miklar mannabreytingar í stjórn UMSK á þessum árum? Nei, það ríkti mikill stöðugleiki í stjórninni og sambandið var þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa alltaf gott fólk í stjórn. Á þessum 17 árum, sem ég var framkvæmdastjóri, telst mér til að 25 menn og konur hafi setið í stjórn sambandsins og aðeins fjórir gegndu stöðu formanns á þessu árabili. Það var ógleymanlegt að vinna með þessu fólki ásamt öllu því góða fólki úr aðildarfélögunum sem ég fékk tækifæri til að starfa með, segir Birgir Ari að lokum.563 Stjórn UMSK 1994–1995 ásamt framkvæmdastjóranum Birgi Ara. Sitjandi frá vinstri: Ester Jónsdóttir úr Breiðabliki, varaformaður UMSK, Guðrún Magnúsdóttir úr Aftureldingu, ritari UMSK, Margrét Guðmundsdóttir úr Gerplu, gjaldkeri UMSK, og Birgir Ari Hilmarsson, framkvæmdastjóri UMSK. Standandi frá vinstri eru: Svanur M. Gestsson úr Aftureldingu, formaður UMSK, Örn Harðarson úr Hestamannafélaginu Herði, Sturlaugur Tómasson úr Breiðabliki, Albert H.N. Valdimarsson úr HK og Sigurjón Guðfinnsson úr Keilufélagi Garðabæjar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==