449 til sögunnar í Þorlákshöfn árið 1981 og það gjörbreytti sundaðstöðunni í bænum. Móðir systkinanna er Hrafnhildur Guðmundsdóttir, margfaldur meistari í sundi sem keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1964 og 1968. Sýningargreinar Einn hluti landsmótsins var keppni í sýningargreinum, þar sem ungmennafélagar tókust á, en var ekki reiknuð til stiga. Á þessum árum tók íþróttaiðkun og íþróttastarf á Íslandi örum breytingum og full ástæða var til að gera því skil á landsmótinu. Sýningargreinar voru að þessu sinni golf, götuhlaup (4 km), hestaíþróttir (sjö greinar), íþróttir fatlaðra (fimm greinar), karate, bæði í „kumite“ og „kata“ í nokkrum aldursflokkum. Langflestir keppendurnir í karate komu úr UMSK en þá hafði íþróttin skotið rótum innan sambandsins. Ruðningur var sýningargrein, einnig tennis þar sem Fjölnir í Grafarvogi fékk flest stigin en UMSK lenti í öðru sæti. Siglingar og seglbrettakeppni voru einnig sýningargreinar og komu flestir keppendurnir úr UMSK, enda stóð íþróttin þar föstum fótum í Garðabæ og Kópavogi um þær mundir. Siglingarnar fóru fram á Þerneyjarsundi, milli Gunnuness og Þerneyjar, þar var skipalægi á miðöldum og er nefnt í Kjalnesingasögu sem er ein af Íslendingasögunum. Vindurinn margumræddi gaf góðan byr í seglin, keppendur léku á als oddi og létu gamminn geisa. En kári hafði líka sína ókosti, í fjörunni hafði verið sett upp náðhús sem lagðist á hliðina í hvassviðrinu. Húsið var sem betur fer mannlaust á þeirri stundu svo enginn varanlegur skaði hlaust af þessu atviki. Seglbrettakeppnin fór fram á Hafravatni í sunnanverðri Mosfellssveit, þar var rokhvasst og seglbrettafólk lék við hvern sinn fingur. UMFÍ-hlaup var ekki beinlínis sýningargrein heldur hlaup fyrir yngstu kynslóðina í fjórum aldursflokkum. Keppendur hlupu allir 1500 metra, þeir komu víða að af landinu, meðal annars frá UMSK. Aron Tómas Haraldsson UMSK sigraði í flokki stráka sem voru fæddir árið 1976. Keppni í þríþraut var þannig háttað að þátttakendur syntu 750 m í Varmárlaug, hjóluðu síðan 20 km að Skálafelli í hvössum vindi og til baka og loks hlupu þeir sex kílómetra frá Varmárvelli að Reykjalundi. Þetta var mikil þolraun, tíminn í þessum þremur greinum var lagður saman, Ólafur Björnsson, skíðagöngumaður frá Ólafsfirði, sigraði. Ein kona tók þátt í þríþrautinni, Ásta Ásmundsdóttir sem keppti fyrir Ungmennafélag Akureyrar og náði 9. besta tímanum. Sigur í stigakeppni en tap á mótinu UMSK sigraði í heildarstigakeppninni með nokkrum yfirburðum og rauf þar með 15 ára sigurgöngu Skarphéðins. UMSK hafði tvisvar áður farið með sigur af hólmi, í Keppnin í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar á Varmárbökkum. Myndin er frá verðlaunaafhendingu í fimmgangi, talið frá vinstri: Jóhann Skúlason UMSS á Prins, þeir fóru með sigur af hólmi, Einar Öder Magnússon HSK á Fálka, Hulda Gústafsdóttir UMSK á Sindra, Trausti Þór Guðmundsson UMSK á Fölva og Haraldur Sigvaldason UMSK á Loka.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==