Aldarsaga UMSK 1922-2022

444 HSK í úrslitaleik en Ungmennafélag Keflavíkur (UMFK) lenti í 3. sæti. Íþróttir fatlaðra voru kynntar á landsmótinu með keppni í boccia, 100 m skriðsundi kvenna og 100 m hlaupi karla. Boccia er ævagömul íþróttagrein en þó nýlunda á Íslandi, hún er fólgin í því að tvö lið kasta kúlum í áttina að hvítri kúlu á vellinum. Markmiðið er að komast sem næst henni og um leið að bægja boltum andstæðinganna frá þeirri hvítu. Árið 1990 hafði mikil gróska skapast í íþróttum fatlaðra sem birtist meðal annars í því að keppendur á Varmá komu frá átta félögum, þar af voru tvö þeirra í UMSK: Íþróttafélagið Gáski á Skálatúni í Mosfellsbæ og Íþróttafélagið Hlynur í Kópavogi. Flestir keppendanna komu frá Íþróttafélaginu Ösp í Reykjavík sem var stofnað 18. maí 1980 í Hótel Valhöll á Þingvöllum af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með fulltingi Íþróttasambands fatlaðra. Júdó. Keppt var í júdó karla í þremur þyngdarflokkum, enginn keppandi var frá UMSK en Suðurnesjamenn voru sigursælir. Knattspyrna. Í knattspyrnu karla börðust Suðurnesjamenn um gullið og Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga í úrslitaleiknum 2–0. Lið Stjörnunnar keppti fyrir hönd UMSK og laut í lægra haldi fyrir Snæfellingum (HSH) í baráttunni um bronsið. Knattspyrna kvenna hafði verið í mikilli sókn árin á undan og á Varmá var hún hluti af stigakeppninni. Lið Breiðabliks keppti fyrir hönd UMSK og sigraði í sínum riðli, fékk aðeins á sig eitt mark, enda valin kona í hverju rúmi, þar á meðal landsliðskonur. Úrslitaleikurinn, á milli UMSK og UMSE, átti að fara fram á laugardeginum á Varmárvelli þegar veðurhamurinn var sem verstur. Knattspyrnumörkin voru hinsvegar á Tungubakkavelli í nokkurra kílómetra fjarlægð og tvísýnt að flytja þau þaðan að Varmá í rokinu. Þrautalendingin var að fá sérstakan vörubíl með krana og aftanívagn til þessara flutninga en þegar mörkin voru loks komin á Varmárvöll var búið að fresta leiknum til næsta dags, enda varla stætt fyrir vindi. Úrslitaleikurinn fór síðan fram á sunnudeginum og sigraði UMSK Eyfirðinga með yfirburðum, ekki 14–2 heldur 14–0. Körfuknattleikur karla. Þar börðust Skagfirðingar og Suðurnesjamenn um efstu sætin. Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki keppti fyrir UMSS og tvö lið komu af Suðurnesjum, úr Njarðvík og Keflavík. NjarðvíkHandknattleikslið UMSK sigraði á mótinu, Kristján Halldórsson var þjálfari liðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==