Aldarsaga UMSK 1922-2022

443 vann silfurverðlaun eftir æsispennandi keppni við Margréti Brynjólfsdóttur UMSB sem setti landsmótsmet, hljóp á 4:46,45 mín. Guðrún Arnardóttir sigraði í 100 m hlaupi á 12,23 sek. Hún var stigahæsta konan á mótinu með fullt hús, auk sigurs í 100 m hlaupi vann hún 200 m hlaupið á nýju landsmótsmeti og stóð einnig uppi sem sigurvegari í 100 m grindalaupi þar sem hún var einu sekúndubroti á undan Þórdísi Gísladóttur úr HSK. Guðrún vann besta afrek mótsins í kvennaflokki samkvæmt stigatöflu og á enn UMSK-metið í 100 m grindahlaupi, sett árið 1990.547 Hún hlaut frjálsíþróttabikar UMSK á árunum 1990 og 1991. Í 4 x 100 m boðhlaupi kvenna hljóp sveit UMSK á 50,63 sek. og lenti í 2. sæti á eftir UMSE. Í 1000 m boðhlaupi kvenna hreppti sveit UMSK bronsverðlaunin, hljóp á 2:22,99 mín. Þrátt fyrir afleit veðurskilyrði með köflum féllu mörg landsmótsmet á splunkunýjum vellinum, Þórdís Gísladóttir HSK bætti landsmótsmetið í hástökki um einn sentimetra þegar hún stökk 1,81 m. Guðrún Ingólfsdóttir sem keppti fyrir Ungmennasambandið Úlfljót (ÚSÚ), setti landsmótsmet í kringlukasti, kastaði 45,14 metra. Keppnisferill Guðrúnar var einstakur, hún keppti á fjölmörgum landsmótum, fyrst á Sauðárkróki árið 1971, tólf ára gömul, þar sem hún sigraði í kringlukasti. Hvassviðrið hamlaði ekki góðum árangri í stangarstökki, Kristján Gissurarson UMSE bætti landsmótsmetið um hálfan metra þegar hann sveif yfir 4,80 m í rokinu. Tveir aðrir keppendur stukku yfir gildandi landsmótsmeti. Skarphéðinsfólk setti landsmótsmet í 1000 m boðhlaupi, bæði karla og kvenna. Kvennasveitin hljóp á 2:17,82 mín. og karlasveitin á 1:58,65 mín. Síðast en ekki síst skal tíunduð stórkostleg frammistaða Péturs Guðmundssonar HSK í kúluvarpi, hann kastaði 20,66 m sem var besta afrek mótsins í karlaflokki samkvæmt stigatöflu og næstbesti árangur Íslendings frá upphafi. Aðeins Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, hafði kastað lengra, 21,09 m. „Hreinn fýkur í haust,“ sagði Pétur í blaðaviðtali á mótinu.548 Hann stóð við það því 10. nóvember 1990 bætti hann Íslandsmetið, kastaði 21,26 m. Það met stendur enn, þegar þetta er ritað. Glíma. Glímukeppnin var fjörleg og ljóst að enn var líf í þessari gömlu íþróttagrein. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni en þátttakendur voru 18 talsins á allbreiðu aldursbili. Enginn keppandi kom frá UMSK en keppendur voru frá HSÞ, HSK og Ungmennafélaginu Víkverja í Reykjavík sem var stofnað árið 1964 og var þá eina ungmennafélagið í Reykjavík. Keppt var í þremur þyngdarflokkum, sigurvegarar voru Arngeir Friðriksson HSÞ, Tryggvi Héðinsson HSÞ og Jóhannes Sveinbjörnsson HSK. HSÞ sigraði í stigakeppninni. Golf. Árið 1990 hafði golfíþróttin eflst síðustu áratugina og var orðin vinsæl víða um land. Golfklúbbar voru stofnaðir, golfskálar reistir og golfvellir hannaðir. Á landsmótinu fór fram sveitakeppni karla og kvenna. Keflvíkingar sigruðu í báðum flokkum en UMSK lenti í öðru sæti. Handknattleikur kvenna. Löng hefð var fyrir því að keppa í handknattleik kvenna á landsmótum, allt frá Hveragerðismótinu árið 1949. Á Varmá var liði UMSK spáð sigri, það var skipað stúlkum úr Gróttu, Stjörnunni og Aftureldingu. Spáin gekk eftir, UMSK sigraði lið Pétur Guðmundsson setti glæsilegt landsmótsmet í kúluvarpi, kastaði 20,66 m.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==