Aldarsaga UMSK 1922-2022

442 Blak karla. Þar mættu sjö lið til leiks, HK keppti fyrir hönd UMSK og lenti í 3. sæti. HSK og UÍA (lið Þróttar á Neskaupstað) kepptu til úrslita fyrir troðfullu íþróttahúsi á Varmá og þar hafði Skarphéðinn sigur, vel studdur af öflugu klappliði. Borðtennis. Um þetta leyti naut borðtennis mikilla vinsælda, ekki síst á landsbyggðinni. Stjarnan í Garðabæ var eina íþróttafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lagði stund á greinina, það skilaði sér í dágóðum stigafjölda til UMSK á mótinu. Lilja Benónýsdóttir hlaut silfurverðlaun í kvennaflokki en í karlaflokki sigraði Bjarni Þ. Bjarnason, í 2. sæti varð Benedikt Halldórsson, þau kepptu öll fyrir UMSK. Bridds var í fyrsta skipti fullgild keppnisgrein á landsmótinu og hluti af stigakeppninni. 17 sveitir mættu til leiks og úrslitin réðust í síðustu umferð þegar HSK tryggði sér sigurinn, sveit UMSK lenti í 4. sæti. Mikill ágreiningur varð um keppnisreglurnar og settu kærumál svip sinn á keppnina. Í sögu landsmótanna er ástandinu lýst með þessum orðum: „Allt logaði í illindum og kærum og óttuðust menn um tíma að keppnin myndi leysast upp í vitleysu. Það stafaði af því, að sögn Ísaks Arnar Sigurðssonar keppnisstjóra, að reglurnar um þátttökurétt voru svo þröngar að ógerlegt var að fylgja þeim út í ystu æsar. Reyndar þótti mönnum sum héraðssamböndin hafa víkkað félagaskrár sínar ótæpilega út. Það tókst þó að ljúka keppninni á endanum og í lokin var stigatala sumra sveita lækkuð vegna kærumála.“546 Fimleikar kvenna. Hér var um að ræða nýja landsmótsgrein, keppt var í svonefndum Tromp-fimleikum sem voru nýjung á Íslandi. Þá keppa 6–12 manna hópar í gólfæfingum og þeir sterkustu taka síðan þátt í dýnustökki og trampólínæfingum. Sex hópar mættu til keppni á Varmá og höfðu allir samið eigin leikþátt með tilheyrandi tónlist fyrir mótið. UMSK sigraði af öryggi, Keflvíkingar voru í 2. sæti og Akureyringar í því þriðja. Frjálsar íþróttir. Í langri sögu landsmótanna hefur keppni í frjálsum íþróttum ætíð verið þungamiðjan, það sýndi sig einnig í Mosfellsbænum. Varmárvöllur hinn nýi vakti mikla eftirvæntingu hjá frjálsíþróttafólki, rauðleitt og glænýtt gerviefnið í hlaupa- og atrennubrautunum gaf fyrirheit um góðan árangur, margt besta frjálsíþróttafólk landsins var mætt til leiks og var til alls víst. HSK hafði mikla yfirburði í stigakeppninni, fékk meira en helmingi fleiri stig en Eyfirðingar sem lentu í öðru sæti. UMSK varð í 3. sæti, árangur UMSK-fólks og fleiri í einstökum greinum var sem hér segir: Berglind Erlendsdóttir varð í 3. sæti í 400 m hlaupi, hljóp á 61,07 sek. og Eggert Bogason sigraði í kringlukasti, kastaði 60,80 m sem var nýtt landsmótsmet. Eggert var ekki ókunnugur í Mosfellssveitinni, hóf feril sinn í Aftureldingu en þá voru vallaraðstæður bágbornar þar. Síðar keppti hann fyrir FH og ÍR, tók stórkostlegum framförum í kastgreinum og keppti í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Seoul í Kóreu árið 1988. Í ársbyrjun 1990 gekk Eggert í raðir Breiðabliksmanna, enda búsettur í Kópavogi. Helsti keppinautur hans á landsmótinu var Vésteinn Hafsteinsson HSK sem kastaði yfir gildandi landsmótsmeti í forkeppninni (55,06 m) en varð að láta sér lynda 2. sætið í úrslitunum. Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 800 m hlaupi, eins og fyrr var nefnt, eftir hörkukeppni við Ingibjörgu Ívarsdóttur HSK. Tími Fríðu Rúnar var 2:17,86 mín., hún keppti einnig í 1500 m hlaupi, hljóp á 4:47,01 mín. og Úrslit í 100 metra hlaupi kvenna. Guðrún Arnardóttir úr UMSK sigrar með glæsibrag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==