Aldarsaga UMSK 1922-2022

441 inn sem fylgdi hitablásaranum hafi fundist lengi á eftir í fatnaði manna.“542 Enginn vindmælir var til staðar í Mosfellsbæ en í Reykjavík mældust 11 vindstig á laugardeginum sem telst vera ofsaveður og samsvarar um 30 metrum á sekúndu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar eru afleiðingar slíks vindstyrks „Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.“543 Ekki fara miklar sögur af mannvirkjaskemmdum á sjálfu landsmótinu en þó má nefna húsgrind sem reist var og notuð á Varmárvelli til að sýna ýmsa forna leiki og íþróttir, til dæmis glímu og hryggspennu. Sýningin var undir stjórn Þorsteins Einarssonar, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins, og tókst vel þrátt fyrir snælduvitlaust veður en síðan dró til tíðinda á Varmárvelli: „Áhorfendum í sjónvarpi hefur áreiðanlega þótt þessi leikjasýning hin forvitnilegasta en því miður voru heldur fáir eftir á vellinum til að fylgjast með henni því rokið færðist mjög í aukana á meðan á henni stóð. Varð ekki betur séð en að nokkrir af sýningarmönnunum mættu hafa sig alla við til að halda húsgrindinni niðri meðan aðrir léku listir sínar í bitunum. Það skipti því engum togum að um leið og sýningarhópurinn var genginn út af vellinum og sjónvarpið hætt að sýna frá þessu atriði, hófst húsgrindin á háaloft í einni vindhviðunni, lamdist niður í völlinn og flattist þar út í frumeindir sínar.“544 Þótt þetta foktjón hafi ekki sést í beinni útsendingu voru mjög ítarlegar, beinar útsendingar frá landsmótinu í fyrsta skipti í sögu mótanna, alls námu þær 36 klukkustundum.545 Á sunnudeginum var enn hvasst, þá annaðist séra Pálmi Matthíasson helgistund sem einn viðstaddra lýsti þannig: „Það var svo hvasst að guðsorðið hjá séra Pálma fauk hálfa leið til himna!“ Þessu vindasama landsmóti var slitið í íþróttahúsinu að Varmá að kvöldi sunnudags og fólk var samdóma um að mótið færi ekki einungis í sögubækur vegna illviðris heldur var hér einnig um að ræða eitt glæsilegasta mótið í rúmlega 80 ára sögu landsmóta UMFÍ. Keppni um stig og sæti Þrátt fyrir válynt veður á köflum gekk íþróttakeppnin vel fyrir sig, þátttökumet voru slegin, keppnisgreinar höfðu aldrei verið fleiri á landsmótum og nýjar greinar komu til sögunnar: fimleikar, knattspyrna kvenna og bridds. Einnig bættust við nýjar sýningargreinar: hestaíþróttir og tennis. Keppendur úr Ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi voru sigursælir í tenniskeppninni, félagið var stofnað árið 1988 og kom UMFÍ að stofnun þess með beinum hætti, hafði áhuga á að hreyfingin myndi skjóta rótum í Reykjavík og jarðvegurinn fyrir nýtt íþróttafélag var sannarlega fyrir hendi í Grafarvoginum sem þá var í örum vexti. Samtals mættu um 2000 keppendur til leiks á mótinu, keppt var í 73 greinum og svo skemmtilega vildi til að sú tala kallaðist á við landsmótið í Haukadal árið 1940 því keppendur þar voru nákvæmlega 73 að tölu. Hér verður gerð grein fyrir keppni og úrslitum í einstökum greinum: Vindurinn þýtur um tjaldstæðið, ástandið átti eftir að versna og eitt samkomutjaldið endaði úti í skurði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==