Aldarsaga UMSK 1922-2022

440 sem blaðamaður Þjóðviljans. Fríða Rún Þórðardóttir flutti ávarp fyrir hönd íþróttafólks, það fór vel á því, Fríða var á heimavelli í orðsins fyllstu merkingu því hún hóf sinn glæsilega hlaupaferil hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu og var sex sinnum kjörin frjálsíþróttamaður ársins hjá félaginu. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, setti mótið, fimleikafólk úr UMSK og frá Danmörku lék listir sínar og síðan var keppt til úrslita í 800 metra hlaupi karla og kvenna. Þar sigruðu Fríða Rún og Friðrik Larsen HSK glæsilega. Nú var komið að því að láta tónlistina óma á Varmárvelli hinum nýja. Þar stigu meðal annarra á stokk þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson sem höfðu þá nýlega lent í 4. sæti í Evrópusöngvakeppninni með smellinum „Eitt lag enn“. Einnig söng þar og lék Suðurnesjamaðurinn Magnús Þór Sigmundsson sem hafði á árum áður getið sér gott orð sem spjótkastari, lenti í 4. sæti á landsmótinu á Laugarvatni árið 1965. Flutt var sérstakt landsmótslag eftir Jóhann G. Jóhannsson og að lokum söng Mosfellingurinn Sigrún Hjálmtýsdóttir íslenska þjóðsönginn. Megninu af setningarathöfninni var sjónvarpað beint, síðan var blásið til balls í Hljómleikahöllinni sem var stór skemma við Álafossverksmiðjuna, þar héldu hljómsveitirnar Stjórnin og Sálin hans Jóns míns uppi fótmenntarfjörinu fram á rauðanótt. Veðrið tekur völdin Laugardagur landsmótanna er drýgsti keppnisdagurinn og mikið í húfi að veðrið sé skaplegt á þeim degi. En því var ekki að heilsa að þessu sinni í Mosfellsbænum, því miður, fjaðrirnar á Gogga galvaska tóku að ýfast í vaxandi vindi, í „Sögu landsmóta UMFÍ“ er veðrinu lýst með tilþrifum: „Laugardagurinn rann upp, mikilvægasti keppnisdagurinn, nú var komin helgi og óhætt að vonast eftir miklum mannfjölda. En veðurguðirnir skelltu nú á mannskapinn veðri sem aldrei hafði sést á landsmóti fyrr. Þegar leið á daginn skall á ofsaveður, heitur og skítugur vindur sunnan frá Bretlandseyjum. Allt lauslegt fauk, tjöld losnuðu upp og fuku af stað og ástandið varð til vandræða. Orð þula mótsins, Örlygs Richter og Höskuldar Þráinssonar, fuku út um víðan völl og fólk átti fullt í fangi með að halda jafnvægi. Líklega verður að viðurkenna árangur í íþróttakeppninni því vindmælirinn fauk um koll.“541 Versta veðrið stóð yfir í þrjár klukkustundir og var dimmt yfir bænum sökum moldviðris og sandfoks. Þessi miklihvellur riðlaði þó ekki dagskránni, mörg landsmótsmet voru slegin og sérhver þraut var leyst en mótsandinn var óneitanlega sérstakur. Lögregla, bæjarstarfsmenn og liðsmenn björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ unnu við að festa tjöld og bjarga persónulegum eigum gesta. Um kvöldið hvessti enn meira með vatnsveður í kaupbæti. Um 1000 manns höfðu aðsetur í skólamannvirkjum bæjarins og nú bættust við um 2000 manns sem gistu í skólastofum, á göngum og jafnvel á skrifstofu mótstjórnar, í UMSK-blaðinu árið 1995 birtist þessi vindamynd: „Sérstaklega reyndi mikið á stóru Þjóðhátíðartjöldin sem mörg sambönd hafa yfir að ráða. Tjald UÍA sem var á tjaldreitnum við hliðina á UMSK fauk upp í átökunum og lenti út í skurði. Af alkunnri gestrisni buðum við UÍA-mönnum að nýta hluta af okkar tjaldi og þáðu þeir það með þökkum. Komu þeir sér upp aðstöðu í einu horninu í tjaldinu. Þessi tilhögun gerði það að verkum að enn gestkvænna var í tjaldinu en oft áður. Á laugardeginum var tekið á það ráð að fá lánaðan hitablásara til að hita upp stóra tjaldið því frekar kalt var í því. Kom hann að góðum notum við að hita kalda og hrakta en ekki er laust við að steinolíufnykurLandsmót UMFÍ í Haukadal árið 1940 markaði upphafið að endurreisn landsmótanna. Réttri hálfri öld síðar mætti hluti keppenda frá Haukadalsmótinu á landsmótið á Varmá og var fagnað innilega. Ljósmynd: Árni Sæberg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==