Aldarsaga UMSK 1922-2022

439 yfirumsjón með framkvæmdunum var í höndum Davíðs B. Sigurðssonar sem var forstöðumaður íþróttamannvirkjanna í bænum. Varmárvöllur hinn nýi var vígður tæpu ári fyrir landsmótið, 23. september 1989. Framkvæmdastjórar landsmótsins voru Ómar Harðarson og Sæmundur Runólfsson, Ragnar Lár teiknaði merki þess þar sem sjá mátti útlínur Esjunnar og stefni víkingaskips sem vísaði til þess að til forna var skipalægi í Leiruvogi, örskammt frá landsmótssvæðinu. Ragnar var þarna sannarlega á heimavelli því hann ólst upp á Brúarlandi sem var skólahús og félagsheimili við hliðina á íþróttasvæðinu. Halldór Baldursson teiknaði einkennistákn mótsins sem var vígalegur tjaldur. En hvað átti fuglinn að heita? Til að fá skýr svör við því var efnt til verðlaunasamkeppni meðal grunnskólanemenda og bárust um 1000 tillögur víðsvegar af landinu. Niðurstaðan varð sú að fuglinn fékk nafnið Goggi galvaski, tillagan kom frá 12 ára stúlku úr Ungmennafélaginu Dagsbrún í Hrútafirði, Kristínu Þorsteinsdóttur, og fékk hún 25.000 krónur í verðlaun sem hefði dugað fyrir átta aðgöngumiðum á landsmótið. Hlutverk Gogga galvaska var ekki eingöngu að spígspora um mótssvæðið heldur einnig að vekja athygli á sérstakri keppni á landsmótinu fyrir yngsta frjálsíþróttafólk landsins, þar mættu 34 krakkar til leiks. Gróðursetning og mótssetning Landsmótið hófst miðvikudaginn 11. júlí með forkeppni í knattgreinum og frjálsum íþróttum. Daginn eftir tóku Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, og Hafsteinn Pálsson, formaður UMSK, á móti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, á landsmótssvæðinu. Hún var verndari mótsins og flutti ávarp í nýjum almenningsgarði milli Varmárvallar og félagsheimilisins Hlégarðs, þar gróðursetti hún tré með táknrænum hætti líkt og hún gerði oft í sinni forsetatíð. Veðrið lék við keppendur og gesti sem fór fjölgandi, keppt var allan fimmtudaginn og tjöld spruttu upp við Láguhlíð og Meltún sem voru nöfn á smábýlum en þau höfðu lotið í lægra haldi fyrir breyttum atvinnuháttum og vaxandi þéttbýlismyndun í bæjarfélaginu. Föstudagurinn 13. júlí rann upp og keppni stóð yfir allan daginn, setningarathöfn mótsins var um kvöldið og hófst með fjölmennri skrúðgöngu sem Anton Bjarnason íþróttakennari stjórnaði, hann var kunnugur á þessum slóðum, hafði verið íþróttakennari í Mosfellssveit um skeið. Í göngunni voru, auk keppenda og þjálfara, 37 einstaklingar sem höfðu tekið þátt í landsmótinu í Haukadal árið 1940. Þeir settu sögulegan og skemmtilegan svip á skrúðgönguna og var fagnað sérstaklega. Hafsteinn Þorvaldsson var heiðursgestur landsmótsins, hann hafði komið við sögu margra landsmóta, fyrst sem keppandi og síðan sem stjórnandi, var til dæmis framkvæmdastjóri Laugarvatnsmótsins árið 1965 og formaður UMFÍ 1969–1979. Hafsteinn flutti ræðu að Varmá og sagði meðal annarra orða: „Þegar ég fékk þetta óvænta og kannski óverðskuldaða boð að mæta hér sem heiðursgestur Landsmótsins, varð mér efst í huga að tíminn líður sem örskotsstund og áður en varir er maður orðinn áhorfandi og ef til vill þiggjandi í því starfi og þeim leik sem næst stendur huga manns og hjarta.“540 Tveir ráðherrar fluttu ávarp við setninguna, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra sem fór einnig með íþróttamál, hann hafði verið á landsmótinu á Laugarvatni 1965, þá Til móts við Mosfellsbæ, Úlfarsfell til hægri og Esjan framundan. Kristín Þorkelsdóttir teiknaði merki bæjarins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==