Aldarsaga UMSK 1922-2022

438 bær var hluti af höfuðborgarsvæðinu og langstærsta þéttbýliskjarna landsins. Þetta gat þó brugðið til beggja vona og þar skipti veðrið meginmáli sem átti svo sannarlega eftir að koma á daginn. Til móts við Mosfellsbæ Mosfellshreppur á sér langa sögu þar sem landbúnaður var aðalatvinnuvegurinn um aldir og einnig var róið til fiskjar úr Leiruvogi. Sveitarfélagið tók örum breytingum á 20. öld, nálægðin við höfuðborgina skapaði ný tækifæri, þangað gátu Mosfellingar bæði selt mjólk og blóm og eftir að virkjun heita vatnsins kom til sögunnar rann það í stríðum straumum til Reykjavíkur. Hreppurinn tók verulegan vaxtakipp á 8. áratugnum sem rekja má til þriggja meginástæðna: Vesturlandsvegurinn var steyptur, íbúum fjölgaði mikið eftir Vestmannaeyjagosið 1973 og djúpboranir eftir heitu vatni sköpuðu svigrúm fyrir þéttari byggð. Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi hinn 9. ágúst 1987 og nafn sveitarfélagsins breyttist í Mosfellsbæ. Árið 1990 voru íbúar bæjarins rúmlega fjögur þúsund (4259), fjórburar sem fæddust árið 1988 fleyttu íbúatölunni yfir 4. þúsundið. Ungmennafélagið Afturelding hefur lengi verið burðarstoð í félags- og íþróttalífi Mosfellinga og gert sig gildandi á vettvangi UMSK. Það voru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga þegar sú ákvörðun var tekin að halda 20. landsmót UMFÍ að Varmá. Undirbúningur mótsins varð mjög viðamikill, bærinn réðst í byggingu á grasvelli fyrir knattspyrnu og fullburða frjálsíþróttavelli sem var sá fyrsti á Íslandi þar sem hlaupa- og atrennubrautir voru lagðar gerviefni strax í upphafi. Einnig var byggð áhorfendastúka og hluti af vallarhúsi. Var haft á orði að aðstaðan væri jafnvel betri en í sjálfri höfuðborginni, Brotist út úr pósthúsinu Eftirfarandi frásögn birtist í UMSK-blaðinu árið 1995 og minnir okkur á að í kringum landsmót UMFÍ gat ýmislegt óvenjulegt gerst í hita leiksins. Hér segir frá atviki sem varð í aðdraganda landsmótsins sumarið 1990: „Við framkvæmd stóra landsmótsins þurftu margir að koma að undirbúningi þess, oft unnu menn langan dag. Einhverju sinni þegar framkvæmdastjóri UMSK [Einar Sigurðsson] og formaður landsmótsnefndar UMFÍ [Kristján Sveinbjörnsson] höfðu verið lengi nætur við fundahöld og aðra undirbúningsvinnu, þótti þeim kominn tími að koma sér heim og hvílast. Á heimleiðinni ákváðu þeir að koma nokkrum bréfum í póstkassa á pósthúsinu í Mosfellsbænum en skrifstofa landsmótsnefndar og UMSK var þá við Álafossveginn í Mosfellsbæ. Það kom í hlut framkvæmdastjóra UMSK að stökkva úr bílnum og koma bréfunum í póstkassann og átti það verk að taka skamman tíma. Við pósthúsið úti er póstkassi, en einnig er póstkassi á milligangi þess. Þegar að húsinu kom var hurð pósthússins ekki að fullu lokuð og þótti framkvæmdastjóranum því öruggara að koma bréfunum í kassann í milliganginum og gekk það eftir. En svo óheppilega vildi til að útihurðin small í lás á eftir honum þannig að hann sat nú fastur í ganginum því opna þurfti útihurðina með lykli hvorttveggja að innan- og utanverðu. Nú voru góð ráð dýr, klukkan var fjögur að nóttu, framkvæmdastjórinn lokaður inni og formaðurinn úti og báðir þreyttir og syfjaðir eftir langan vinnudag. Svo heppilega vildi til að opnanlegt fag var í ganginum en þó var ekki nokkur leið að skríða út um það. En formaðurinn dó ekki ráðalaus og gat komið litlu rafmagnsskrúfjárni sem hann átti í rafmagnstöskunni sinni inn um opnanlega fagið og til framkvæmdastjórans. Hann gat síðan losað sílinderinn og hreinlega brotist þannig út. Þegar hann var laus úr prísundinni var sílinderinn settur aftur í og félagarnir létu sig hverfa með miklu hraði.“539 Pósthúsið í Mosfellsbæ þar sem „útbrotið“ var framið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==