Aldarsaga UMSK 1922-2022

436 Mótið sem fauk Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ 11.–15. júlí 1990 „Þetta tilkynnist ykkur hér með“ Þrátt fyrir að UMSK væri um langt skeið eitt öflugasta héraðssamband landsins varð löng bið á því að landsmót UMFÍ yrði haldið á félagssvæði þess. Þó skorti ekki áhugann hjá sambandinu sem lagði fyrst fram umsókn árið 1967 um að halda landsmót.533 Í blaði sem UMSK gaf út árið 1968 benti Jón M. Guðmundsson, oddviti Mosfellshrepps, á að Varmársvæðið væri fýsilegur landsmótsstaður: „Þar er nú kominn vísir að mennta- og menningarsetri ásamt útivistar- og íþróttasvæði. Tún jarðarinnar og næsta nágrenni hefur verið friðlýst, og skipulagstillaga liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir opinberum byggingum, opnum svæðum, fullkomnum íþróttaleikvangi ásamt smærri völlum. Nú þegar standa á svæðinu tveir skólar, nýbyggð útisundlaug, félagsheimilið „Hlégarður“, malarvöllur fyrir knattspyrnu ásamt smærri æfingavöllum á grasblettum.“534 Héraðssambandið sótti ítrekað um að halda landsmót en hafði ekki erindi sem erfiði, nálægðin við Reykjavík þótti þá frekar ókostur. Árið 1985 óskaði UMSK eftir því að halda mótið að Varmá 1990 og fylgdi umsókninni greinargerð frá hreppsnefnd Mosfellshrepps þar sem aðstaðan var tíunduð, til staðar væri fullgilt íþróttahús (20 x 40 m) með átta metra lofthæð, 25 m sundlaug, malarvöllur á Varmá, grasvöllur á Tungubökkum og þrír malbikaðir handboltavellir við Varmárskóla en fullgildan frjálsíþróttavöll skorti. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) sóttist einnig eftir því að halda landsmótið árið 1990 en dró umsókn sína til baka.535 Eftir það var ljóst að stefnan væri tekin á Mosfellsbæinn og vorið 1986 barst stjórn UMSK svohljóðandi bréf frá UMFÍ: „Ágætu félagar! Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands 18. og 19. apríl 1986 var tekin fyrir umsókn Ungmennasambands Kjalarnesþings frá 05. 09. 1985 um að sambandið tæki að sér landsmótshald árið 1990 í Mosfellssveit. Eftir kynnisför að Varmá í Mosfellssveit og umræður þar á eftir var samþykkt samhljóða að fela Horft yfir landsmótssvæðið á Varmá, næst Vesturlandsveginum má sjá félagsheimilið Hlégarð og skólahúsið Brúarland. Á milli húsanna breiðir íþróttaleikvangurinn úr sér og fjær eru íþrótta- og skólamannvirkin á Varmá. Í baksýn eru hesthúsin á Varmárbökkum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==