Aldarsaga UMSK 1922-2022

435 svæðið og til lengri tíma litið, 9 holu völlinn okkar. Hinsvegar er tryggt að skipulag golfvallanna mun ekki bíða hnekki, nema síður sé. Í stað útiæfingasvæðis hefur verið reist 800 fm viðbót við inniæfingaaðstöðuna, sem gerir hana með þeirri stærstu og tæknivæddustu sinnar tegundar á heimsvísu. Innanhússaðstaðan hefur gert það að verkum að nú iðar allt af lífi í GKG, allt árið um kring, þar sem börn, unglingar og afrekskylfingar, sem og almennir leika sér og æfa við frábærar aðstæður, allt árið um kring. Enda er viðkvæðið hjá okkur að í GKG sé sumar allt árið.“530 Margt afreksfólk hefur komið úr GKG sem hefur staðið sig afbragðsvel á mótum, heima og erlendis. Brotið var blað í afrekssögu félagsins árið 2020 þegar Íslandsmeistararnir komu báðir úr GKG, Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir sem var fyrsta konan úr GKG sem hampaði þessum eftirsótta titli. Þau æfðu bæði með GKG frá fyrstu tíð. Birgir Leifur Hafþórsson var einnig mikill afreksmaður úr GKG, margfaldur Íslandsmeistari og atvinnugolfari um skeið sem hlaut afreksbikar UMSK árið 2003. Golfklúbbur Álftaness (GÁ) – 2002 Hinn 14. maí 2002 dró til tíðinda í golfmálum á Álftanesi þegar Golfklúbbur Álftaness var stofnaður. Doron Eliasen var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Félagsmenn fengu úthlutað landi við býlið Haukshús til bráðabirgða og útbjuggu þar nokkrar golfholur. Fljótlega færðu þeir út kvíarnar í landi Svalbarða og Halakots og níu holu golfvöllur varð til. Árið 2010 fékk klúbburinn land ofan við Þórukot, þar er þriggja holu æfingavöllur, mikið notaður af ungum iðkendum. Álftanesvöllur hefur verið endurbættur og stækkaður, mikið í sjálfboðavinnu, umhirðu vallarins var lýst þannig í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2020: „Um vorið hófust hefðbundin vorverk við standsetningu vallar og tækja – allt unnið í sjálfboðavinnu. Vaskir sláttumenn sáu um að slá og hirða völlinn og tókst einstaklega vel til þetta sumarið. Í nóvember voru útbúnar vetrarflatir fyrir allra hörðustu kylfingana.“531 Markmið GÁ er að efla áhuga á golfíþróttinni og skapa aðstöðu til golfiðkunar. Félagsmenn eru á öllum aldri, haldin eru námskeið fyrir börn og unglinga og að sjálfsögðu golfmót. Sumarið 2020 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar skipulag fyrir nýjan golfvöll við Bessastaðatjörn. Einnig er gert ráð fyrir smábátahöfn þar í grenndinni og aðstöðu fyrir hestafólk á stað sem ber heitið Seylan. Nýi völlurinn mun leysa af hólmi eldra vallarsvæðið sem verður að mestu tekið undir íbúðarbyggð. Haft er á orði að væntanlegar golfbrautir verði úrvals lendingarstaðir fyrir margæsir sem millilenda á vorin á Álftanesinu á leið sinni til varpstaða á Grænlandi.532 Árið 2004 reistu félagar í Golfklúbbi Álftaness 25 fermetra golfskála, að mestu í sjálfboðavinnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==