Aldarsaga UMSK 1922-2022

434 foreldra þeirra til að efla þátttöku þeirra enn frekar. 7. Að fjölga keppendum frá GKG á unglingamótum.527 Þessi meginmarkmið hafa skilað mjög öflugu og fjölmennu barna- og unglingastarfi innan GKG og eru félagsmenn á aldrinum 5–95 ára.528 Karlmenn eru í miklum meirihluta félagsmanna en stefnt að því að jafna kynjahallann. 9. apríl 2016 var vígð ný íþróttamiðstöð fyrir GKG, teiknuð af Helga Má Halldórssyni hjá ASK-arkitektum. Formaður byggingarnefndar var Guðmundur Oddsson sem var lengi formaður klúbbsins. Byggingin er um 1400 fermetrar að stærð, um hana segir í ársskýrslu UMSK: „Ný íþróttamiðstöð GKG gerbreytir ýmsu í rekstri félagsins. Æfingasvæðið á neðri hæð hússins með golfhermum, púttsvæði og æfingasal gera það mögulegt að halda úti öflugu kennslu- og þjálfunarstarfi árið um kring. Þá geta félagar og aðrir leikið golf sér til yndisauka í skammdeginu í golfhermum við bestu hugsanlegar aðstæður. … Íþróttamiðstöðin er glæsilegt hús sem fellur vel inn í fagurt umhverfi sitt. Þetta fór ekki framhjá umhverfisnefnd Garðabæjar sem veitti GKG viðurkenningu fyrir snyrtilegt opið svæði og umhverfi 2016.“529 Heimsfaraldurinn hafði ekki eins mikil áhrif á starfsemi klúbbsins og víða annarsstaðar, um starfið árið 2020 segir í ársskýrslu: „Blessunarlega gátum við spilað okkar golf í sumar án teljandi hnökra vegna Covid takmarkana. Fyllstu sóttvarnarráðstöfafana var gætt en golfíþróttin er leikin á stórum velli sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að forðast hópamyndanir. Fólk lék sitt golf með þakklæti og varúð. Miklar framkvæmdir eru hafnar á svæði félagsins sem hafa áhrif á útiæfingaSigursveit GKG sem varð Íslandsmeistari í 1. deild á aldarafmæli UMSK árið 2022. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, horft er í átt til Esjunnar. Birgir Leifur Hafþórsson, margfaldur golfmeistari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==