Aldarsaga UMSK 1922-2022

433 Finnur Jónsson kosinn fyrsti formaðurinn. Fyrsta stóra verkefni klúbbsins var að tvöfalda holufjöldann á golfvellinum við Vífilsstaði svo hann varð 18 holu völlur. Sænski golfvallararkitektinn Jan Sederholm teiknaði þann hluta vallarins sem var tekinn í notkun sumarið 1996. Og enn var völlurinn stækkaður á nýrri öld, Andrés Guðmundsson hannaði þann hluta sem liggur inn Leirdal, meðfram Salahverfi í Kópavogi og upp í Kórahverfi í stórbrotnu og fallegu umhverfi. GKG fékk völlinn afhentan 20. maí 2006, þar með var völlurinn kominn með 27 holur, sá fyrsti á Íslandi. Hann skiptist í níu holu völl, sem gengur undir nafninu Mýrin, og Leirdalsvöll sem er með 18 holur. Þessu víðfeðma íþróttamannvirki er lýst þannig í aðalskipulagi Kópavogs: ,,Golfvöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar er í Vetrarmýri í landi Vífilstaða í Garðabæ og í Leirdal milli Salahverfis og Rjúpnahæðar í Kópavogi. Völlurinn er 27 holur. GKG sér um rekstur og uppbyggingu á vallarsvæðinu með aðstoð beggja sveitarfélaganna. Stærð svæðis er 16 ha í Kópavogi og 46 ha í Garðabæ.“523 Kópavogur og Garðabær hafa styrkt starfsemina með fjárframlögum, árið 2014 nam styrkurinn 12 milljónum króna frá hvoru sveitarfélagi.524 Félagafjöldi GKG hefur vaxið hratt, árið 1996 voru félagarnir um 600 en 2011 voru þeir 1800 talsins og klúbburinn sá næststærsti á Íslandi, á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur.525 Á heimasíðu GKG var starfseminni lýst þannig sumarið 2021: „Um 2.000 félagar eru nú í GKG og mikið af þeim fjölda eru börn og unglingar. GKG telur flest ungmenni yngri en 16 ára af öllum golfklúbbum á landinu og er það mikið ánægjuefni að hafa úr svo miklum efnivið að moða til framtíðar. … Tilgangur GKG og markmið eru skv. lögum hans að glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni. Auk þess ber klúbbnum að veita íbúum Garðabæjar og Kópavogs á öllum aldri þjónustu og aðstöðu til íþróttaiðkunar og tómstundastarfs. Sérstök áhersla er lögð á íþrótta- og uppeldisstarf með börnum og unglingum til að stuðla að heilbrigðu líferni og félagsþroska.“526 Félagið heldur úti viðamiklu starfi í samræmi við eftirtalin meginmarkmið: 1. Að veita öllum félagsmönnum GKG þann besta aðbúnað og atlæti sem völ er á. 2. Að styðja við bakið á íþróttastjóra og þjálfurum svo þeir nái markmiðum sínum. 3. Að efla samstöðu og félagsanda hjá ungum kylfingum. 4. Að efla samstarf við foreldra ungra kylfinga í félaginu. 5. Að leita ráða til að fá fleiri stúlkur til að leika golf. 6. Að tryggja gott upplýsingaflæði til barna og Íþróttamiðstöð GKG var vígð árið 2016.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==