Aldarsaga UMSK 1922-2022

432 Sigurður Einarsson, byggingartíminn var einungis fjórir mánuðir, þar er meðal annars búningsaðstaða og salur sem tekur 100 manns í sæti. Árið 2011 urðu tímamót í sögu klúbbsins þegar hann tók við rekstri allra mannvirkjanna á félagssvæðinu. Um svipað leyti tók starfið miklum framförum eftir að hægt var að stunda vetraræfingar í 400 fm húsnæði í Kauptúni í Garðabæ þar sem golfhermar eru til staðar. Þá voru hátt í 1200 félagar í klúbbnum sem fékk nýtt félagsmerki um það leyti.518 Barna- og unglingastarfið fór vaxandi og kvennastarfið var kraftmikið, hlutfallslega voru fleiri konur í klúbbnum en í öðrum golfklúbbum og sumarið 2016 var Evrópumót kvennalandsliða haldið á vellinum. Það var stærsta golfmót sem haldið hafði verið á Íslandi.519Árið 2016 var klúbburinn sá fjórði stærsti innan vébanda Golfsambands Íslands.520 Þar komast þó ekki allir að sem vilja, árið 2021 voru 260 manns á biðlista og mikill hugur í félagsmönnum að stækka völlinn.521 Auk aðalvallarins hefur klúbburinn yfir að ráða æfingavelli sem heitir Ljúflingur. Aðstaðan er góð utan dyra en hinsvegar skortir klúbbinn eigin heilsársaðstöðu líkt og flestir stærri golfklúbbar búa yfir.522 Golf í Garðabæ og Kópavogi Golfklúbbur Garðabæjar var stofnaður 17. apríl 1986 og var Björn Olsen kjörinn fyrsti formaður hans. Líkt og í öðrum nýjum golfklúbbum þurftu Garðbæingar að finna hentugt landsvæði fyrir golfvöll, þeir renndu hýru auga til Vífilsstaðatúna, þar var stórt kúabú fram eftir 20. öld og mikið land brotið til ræktunar en búskapur var aflagður þar árið 1974. Svo fór að níu holu golfvöllur og golfskáli Garðbæinga risu í Vetrarmýri við Vífilsstaði og voru skálinn og völlurinn vígðir 2. ágúst árið 1990. Golfklúbbur Kópavogs var stofnaður árið 1991, fyrsti formaður hans var Þorsteinn Steingrímsson. Líkt og Garðbæingar litu Kópavogsbúar í kringum sig eftir hentugu golfvallarsvæði innan sinna bæjarmarka, austanverður Fossvogsdalur kom til greina en sú hugmynd gekk ekki eftir. Þá kviknaði sú hugmynd að sameina golfklúbbana í Kópavogi og Garðabæ, takast sameiginlega á við stór og mikilvæg verkefni og nýta með markvissari hætti fjárframlög bæjarfélaganna. Þetta varð að veruleika, klúbbarnir tveir voru lagðir niður eða réttara sagt runnu þeir saman í eina heild sem fékk nafnið Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) var stofnaður 24. mars 1994, stofnfélagar voru 200 talsins og var Horft yfir hluta golfvallarins í Kópavogi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==