430 Leirvog í Mosfellsbæ og Bakkakotsvöllur við Bakkakot í Mosfellsdal.“509 Golfklúbbur Mosfellsbæjar starfar með miklum blóma og leggur áherslu á golf sem fjölskylduíþrótt, þar er öflugt barna- og unglingastarf allan ársins hring og einnig mikið félagsstarf fyrir hinn almenna kylfing. Rúmlega 200 einstaklingar 18 ára og yngri æfa hjá GM á sumrin og á veturna mæta um 100 iðkendur á skipulagðar æfingar.510 Einstakir iðkendur hafa náð afbragðsárangri. Áhersla er lögð á að báðir vellir félagsins, Hlíðavöllur og Bakkakotsvöllur, haldi sinni sérstöðu og arfleifð; þungamiðja starfseminnar er á Hlíðavelli og er henni lýst þannig á heimasíðu klúbbsins: „Félagsstarfið er öflugt og skemmtilegt og má þar nefna glæsilega holukeppni, liðakeppni í golfi, stigalista og sérstaka mótaröð félagsmanna. Meistaramótið er einstakt og verður að teljast sem einn af hápunktum sumarsins. Börn, unglingar og afreksstarf er okkur mjög hugleikin og nú hefur glæsilega íþróttamiðstöðin Klettur verið tekin í notkun sem í framtíðinni mun þjóna kylfingum allt árið í kring.“511 Klettur komst í gagnið árið 2017, þar er æfinga- og fundaraðstaða, lítil verslun fyrir golfvörur, skrifstofur klúbbsins og veitingastaður. Bygging hússins var afar kostnaðarsöm en það tókst að koma henni í höfn árið 2020 með þríhliða samningi milli GM, Landsbankans og Mosfellsbæjar.512 Sumarið 2020 var Íslandsmótið haldið í fyrsta skipti á Hlíðavelli og segir frá því í ársskýrslu UMSK: „Í sumar var Íslandsmótið í golfi haldið á Hlíðarvelli í fyrsta sinn í sögu klúbbsins. Það mót var líkt og svo margt annað í sumar með breyttu sniði vegna covid. Fengum við undanþágu til þess að halda mótið og er óhætt að segja að okkur hafi tekist virkilega vel til. Hér var spilað frábært golf og fór það svo að sett var mótsmet í karlaflokki. Bjarki Pétursson spilaði virkilega vel og var stórkostlegt að sjá hann sem og aðra kylfinga sýna sínar allra bestu hliðar á Hlíðarvelli. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki eftir umspil og spiluðu hún og Ragnhildur Kristinsdóttir frábært golf. Það sem stendur þó upp úr hjá ansi mörgum eftir þetta mót er sú samstaða sem kylfingar sýndu þegar þeir svöruðu kalli okkar eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða okkur við framkvæmd þessa móts. Hingað komu um 120 sjálfboðaliðar, rúmlega helmingur þeirra úr okkar röðum og það stóðu sig allir alveg stórkostlega svo að eftir var tekið. Færum við ykkur okkar allra bestu þakkir fyrir ykkar þátt í að gera þetta mót eins gott og raun bar vitni.“513 Sumarið 2022 var Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) Íslandsmeistari í 1. deild kvenna, í fjórða skiptið. Mótið fór fram á Hlíðavelli, hér má sjá sigursveitina, horft er yfir Leiruvog í átt að Víðinesi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==