427 þar er krían fremst í flokki, brautirnar heita, í réttri röð: Æðarfugl, Kría, Svanur, Lóa, Stelkur, Grágæs, Margæs, Stokkönd og Tjaldur. Í bókinni „Golf á Íslandi“ er sérstaklega vikið að sambýli kylfinganna við kríuna, þar segir: „Þeir sem gerst þekkja telja að fuglalíf hafi aukist á svæðinu eftir að golfvöllurinn kom til sögunnar. Krían er fyrirferðarmest þeirra fugla sem sækja í Nesið. Hún lætur oft ófriðlega á varptímanum og þess vegna er í gildi sérstök regla á vellinum sem gengur út á það að kylfingum er heimilt að aðstoða hver annan við að verjast kríunni þegar leikið er undir þessum erfiðu kringumstæðum. Þeir sem ekki eru vanir að leika á Nesinu kvíða því að lenda utan brauta og raska þar með ró kríunnar sem þar á heima. Heimamenn fyllast hins vegar eftirvæntingu eftir kríunni á vorin og hafa lært að umgangast hana. Þeir vita líka sem er að haldi þeir sig á braut er ekkert að óttast. Nálægðin við sjóinn, fuglalífið og sú einstaka náttúra sem við blasir hvert sem litið er setja sterkan svip á völlinn sem er í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.“505 Lega golfvallarins á Seltjarnarnesi er einstök og nálægðin við náttúruna mikil. Búðatjörn fremst á myndinni er fyrsta vatnstorfæran á íslenskum golfvelli. Krían getur verið aðgangshörð á golfvellinum um varptímann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==