Aldarsaga UMSK 1922-2022

426 púttflatir og svæði til þess að æfa golfsveifluna. Aðstaða sem þessi er gríðarleg lyftistöng fyrir klúbbinn þar sem nú er hægt að bjóða upp á fyrsta flokks æfingaaðstöðu allt árið um kring.“503 Snemma árs 2022 dró aftur til tíðinda í aðstöðumálum á Seltjarnarnesi þegar íþróttamiðstöðin Nesvellir var opnuð að Austurströnd 5 með glæsilegri 130 fermetra púttflöt og sex golfhermum, auk aðstöðu til líkamsræktar, frá því segir í golfvefritinu Kylfingi: „Golfíþróttin hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár á Nesinu og æfa í dag hátt í 100 börn hjá klúbbnum allt árið auk þess sem 800 meðlimir eru í Nesklúbbnum og annar eins fjöldi á biðlista. Æfingamiðstöðin mun gjörbreyta starfi klúbbsins yfir vetrartímann og mun bætt aðstaða auka aðgengi kylfinga á öllum aldri að inni æfingaaðstöðu í hæsta gæðaflokki auk þess sem barnastarfið getur haldið áfram að vaxa með tilkomu bættrar aðstöðu. Nesklúbburinn hefur undanfarin ár haft aðsetur á Eiðistorgi í Risinu og var sú aðstaða sprungin sökum mikils áhuga og mun nýja aðstaðan hjálpa mikið við að anna eftirspurn kylfinga á Nesinu að golfi allt árið um kring.“504 Golfvöllurinn á Seltjarnarnesi er níu holu völlur í einstöku umhverfi með sjó á þrjá vegu, þar er Búðatjörn sem er fyrsta vatnstorfæran á íslenskum golfvelli. Völlurinn var stækkaður 1994 og árið 2003 voru einstökum brautum gefin nöfn einkennisfugla á Nesinu en Golfskálinn á Seltjarnarnesi var tekinn í notkun árið 2004. Íþróttamiðstöðin Nesvellir á Seltjarnarnesi var opnuð árið 2022, þar er púttflöt, golfhermar og aðstaða til líkamsræktar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==