Aldarsaga UMSK 1922-2022

425 Golfið og UMSK Golfíþróttin á rætur sínar að rekja til Skotlands á 15. öld. Eldri heimildir um svipaða íþróttagrein er að finna í Frakklandi og Kína en frá Skotlandi breiddist golf út til annarra Evrópulanda og var keppnisgrein á Ólympíuleikunum í París árið 1900.501 Um það leyti kom fáum til hugar að iðka þessa íþróttagrein á hrjúfu landslaginu á Fróni, golfið nam þar fyrst land á 4. áratugi síðustu aldar en ekki fyrr en nokkrum áratugum síðar á félagssvæði UMSK. Hér verður gerð grein fyrir golfklúbbum innan UMSK, stofnár þeirra kemur fram í fyrirsögnunum. Golfklúbbur Ness – Nesklúbburinn (NK) – 1964/1969 Sama ár og golfíþróttin barst til landsins (1934) var Golfklúbbur Íslands stofnaður. Hann fékk fljótlega nafnið Golfklúbbur Reykjavíkur og kom sér upp sex holu velli í Laugardal, á svipuðum slóðum og Laugardalshöllin reis síðar. Golfsamband Íslands var stofnað árið 1942 og var fyrsta sérsambandið fyrir íþróttagrein. Golfklúbbur Reykjavíkur hafði aðstöðu í Öskjuhlíð um skeið, á þeim slóðum sem Veðurstofa Íslands er núna til húsa, en árið 1963 flutti starfsemin upp í Grafarholt þar sem nýtt land var brotið undir golfvöll. Ásýnd Grafarholtsvallar var ekki sem best fyrstu árin, nokkrir kylfingar leituðu þá eftir því að fá að leika golf á túnum Seltjarnarness og tóku á leigu land á svokölluðu Suðurnesi. Í kjölfarið var Golfklúbbur Ness stofnaður, 4. apríl 1964, hann var fimmti golfklúbburinn á Íslandi, stofnfélagar voru 22 og Pétur Björnsson var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Ári síðar var 90 fermetra klúbbhús tekið í notkun, teiknað af Gunnari Hansen arkitekt, það var notað til ársins 2004 þegar nýr golfskáli leysti húsið af hólmi. Fyrstu árin var Golfklúbbur Ness einkaklúbbur sem hafði ekki aðild að íþróttasamtökum. Það breyttist 9. janúar 1969 þegar Nesklúbburinn var stofnaður, hann var í fyrstu með aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) en gekk í UMSK á 10. áratugnum. Fyrsti formaður hans var Jón Thorlacius. Árið 2014 fagnaði Nesklúbburinn 50 ára afmæli sínu og fékk þá þau gleðitíðindi að völlurinn hefði fyrstur íslenskra golfvalla hlotið umhverfisvottun alþjóðlegra samtaka sem heita Golf Environment Organization. Þá voru félagar í klúbbnum 675 talsins.502 Í seinni tíð hefur verið öflugt barna- og unglingastarf á vegum klúbbsins, einnig nýtur kvennastarfið mikilla vinsælda og komast færri að en vilja. Klúbburinn fékk á sínum tíma aðstöðu til inniæfinga í Lækningaminjasafninu norðan við Nesstofu yfir vetrartímann en í árslok 2016 dró til tíðinda hvað varðar æfingaaðstöðu, frá því segir í ársskýrslu UMSK: „Í lok árs opnaði Nesklúbburinn nýja inniaðstöðu sem fengið hefur nafnið Risið og er á Eiðistorgi 11 á Seltjarnarnesi. Þar má finna golfhermi af bestu gerð, Vorverkamenn hjá Nesklúbbnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==