Aldarsaga UMSK 1922-2022

424 Ég óska Ungmennafélaginu Breiðabliki heilla um ókomna framtíð.“496 Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, skrifaði í afmælisritið: „Ég kom fyrst til starfa hjá Breiðablik 1963, þá voru deildir félagsins aðeins þrjár, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Aðstaða til íþróttaiðkana var afskaplega lítil en áhuginn mikill og fjölmargir dugmiklir félagar unnu mörg afrek á félags- og íþróttasviði. … Að síðustu óska ég félaginu mínu, ungmennafélaginu Breiðablik, innilega til hamingju með afmælið og Kópavogsbúum öllum með félagið sem á glæsta fortíð og mikla framtíð.“497 Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, skrifaði meðal annarra orða: „Það var stórkostleg stund að vera viðstaddur þegar bæjaryfirvöld í Kópavogi úthlutuðu Breiðabliki landssvæði í Smárahvammslandi undir íþróttastarfsemi sína á síðasta ári og enn stærri var stundin þegar menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, Kópavogsbær og Breiðablik undirrituðu á þessu ári samninga um stærstu íþróttalegu uppbyggingu sem til þessa hefur verið gerð, íþróttalega uppbyggingu sem á eftir að koma allri íþróttastarfsemi í landinu til góða.“498 Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, ritaði af þessu tilefni: „Um leið og ég óska mínu gamla og góða félagi til hamingju með 40 ára afmælið, flyt ég því þakkir og kveðjur bæjarstjórnar Kópavogs fyrir frábært starf og frammistöðu. Ég vil láta í ljós þá von og ósk að félagið megi áfram starfa í anda frumherjanna og dafna og eflast um ókomin ár, samhliða gróandi mannlífi í bænum okkar Kópavogi.499 Á afmælisárinu var Logi Kristjánsson formaður Breiðabliks, hann átti að baki glæstan íþróttaferil sem handknattleiksmaður með FH, Haukum og landsliðinu en keppti síðar fyrir Breiðablik í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Logi segir í viðtali í áðurnefndu afmælisriti: „Ég vil undirstrika það að við erum ekki einungis að byggja upp fyrir keppnisíþróttamenn heldur einnig hinn almenna Blika og allan almenning í Kópavogi og á það jafnt við um framkvæmdir á nýja félagssvæðinu sem og skíðaskálann í Bláfjöllum. Við höfum nú starfandi ellefu deildir innan félagsins: knattpyrnu, handknattleiks, blak, karate, sund, skíða, ruðnings (amerískur fótbolti), frjálsíþrótta og körfubolta, auk kvennadeildar. Breiðablik er öflugasta knattspyrnufélag landsins ef horft er til Íslandsmeistaratitla og annars árangurs knattspyrnudeildarinnar á árinu. Því miður eru hvorki handknattleiksmennirnir né körfuknattleiksmennirnir okkar í fremstu röð um þessar mundir en ég er þess fullviss að það sé ekki langt í það. Hins vegar eigum við frjálsíþróttafólk og karatemenn í fremstu röð, blakstúlkurnar okkar rétt misstu af Íslands- og bikarmeistaratitlum. Unglingastarf er með miklum blóma. Sund- og skíðafólkið okkar er ungt og á uppleið og þannig gæti ég haldið áfram upp að telja. Markmiðið er að byggja upp öflugt æskulýðsstarf sem einnig mun að lokum leiða til þess að við Breiðabliksmenn munum eiga topplið í öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan félagsins.“500 Logi Kristjánsson (f. 1941) var á sínum tíma afreksmaður í handknattleik og knattspyrnu. Hann var formaður Breiðabliks þegar félagið fagnaði fertugsafmæli sínu árið 1990. Um Loga segir á heimasíðu Breiðabliks: „Logi er einn aðsópsmesti formaður sem hefur setið á formannsstóli félagsins. Hann tók við formennsku árið 1989 og gegndi því hlutverki til ársins 1996. Þá stóð yfir uppbygging mannvirkja félagsins í Kópavogsdalnum, meðal annars íþróttahúsið Smárinn og síðar Fífan. Logi stýrði viðræðum félagsins við bæinn og gaf ekki tommu eftir varðandi áherslur félagsins í því sambandi.“495 Síðan skein sól lék fyrir dansi á afmælishátíð Breiðabliks árið 1990. Sama ár sendi hljómsveitin frá sér plötu með smellinum „Halló, ég elska þig“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==