Aldarsaga UMSK 1922-2022

422 yfir 70 kg annars vegar en undir 70 kg hins vegar. Hvað einstaklingssýninguna varðar munum við á þessu landsmóti keppa í flokkum unglinga, kvenna og karla. … – Ég hef stundum sagt að karate sé nýjasta kraftaverkið í íþróttum á Íslandi. Þetta hefur náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma og gengi okkar fer hægt og sígandi upp á við. Okkar markmið er að útbreiða íþróttina meira, en eins og áður sagði er hún varla stunduð innan UMFÍ nema hjá UMSK og HSK.“492 Siglingar. Keppni á seglbrettum og í siglingum var meðal sýningargreina á mótinu og taldist ekki með í stigakeppninni. Keppt var á þremur gerðum báta í opnum flokki og þar voru keppendur úr UMSK nær einráðir. Aðrar sýningargreinar á mótinu voru bridds, dans, golf, fimleikar, kraftlyftingar, BMX-rall og íþróttir fatlaðra. Þessi fjöldi greina endurspeglaði vel þá auknu breidd sem var að skapast innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Allt er fertugu félagi fært Ungmennafélagið Breiðablik fagnaði fertugsafmæli sínu árið 1990 og því full ástæða til að horfa um öxl og fram á veginn. Mikil hátíð var haldin í Félagsheimili Kópavogs á afmælisdaginn, 12. febrúar, þar sem margir eldri félagar voru heiðraðir sérstaklega. Um vorið var afmælishátíð í íþróttahúsinu Digranesi, þangað var öllum bæjarbúum boðið og mættu um 2000 manns. Einnig var efnt til sögusýningar með gripum úr sögu félagsins. Um kvöldið var skemmtun þar sem hljómsveitin „Síðan skein sól“ lék fyrir dansi, þar skemmtu einnig Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens.493 Félagið gaf út afmælisrit á þessum tímamótum þar sem forystumenn íþróttahreyfingarinnar sendu afmælisbarninu kveðju sína. Hafsteinn Pálsson, formaður UMSK, skrifaði í blaðið: „Ungmennafélagið Breiðablik hefur sinnt því hlutverki í 40 ár að vera vettvangur fólks sem Á landsmót, á landsmót Einn þáttur í kynningunni fyrir landsmótið var útgáfa á tveggja laga hljómplötu með hinni vinsælu hljómsveit Skriðjöklum frá Akureyri. Lög og textar voru eftir Bjarna Hafþór Helgason og hétu „Á landsmót“ og „Mamma tekur slátur“. Platan var mikið leikin þetta landsmótssumar, í texta Bjarna Hafþórs um landsmótið var vísað til lottósins sem átti drjúgan þátt í að gjörbreyta fjárhag íþróttahreyfingarinnar á Íslandi: Lífið er eins og lottó allir verða að spila í því, lukkuna finn ég á mér ég er á leiðinni í helgarfrí. Bíllinn er úti á plani, gamli bensínsvelgurinn, beltin í góðu lagi og nýi breiði stuðarinn. Á landsmót, á landsmót, ég vil vera þar sem fólkið er; á landsmót. Alls konar dót og aukaföt ég verð að taka með á svona mótum, skilurðu, getur hitt og þetta skeð. Ég er í þannig skapi að ég veit ég skemmti mér, spara mér held ég spírann því ég bilast hvort sem er. Á landsmót, á landsmót, ég vil vera þar sem fólkið er; á landsmót. Sveitin er eins og furðuverk í Íslandssögunum, æðir í hina áttina í hliðargluggunum. Landið er ósköp fallegt en ég pæli ekkert í því, allt er á sama veginn, allir stefna á þetta frí. Á landsmót, á landsmót, ég vil vera þar sem fólkið er; á landsmót. Hin vinsæla hljómsveit Skriðjöklar sendi frá sér hljómplötu til að minna á landsmótið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==