Aldarsaga UMSK 1922-2022

421 víkingum skoraði Steindór Elísson þrennu sem tryggði liðinu sigurinn. Reynir Björnsson átti einnig afbragðsleik á hægri kanti og gaf knöttinn óspart fyrir markið. Skák. Sveit UMSK var skipuð liðsmönnum úr Taflfélagi Kópavogs og Taflfélagi Seltjarnarness. Hún lenti í 6. sæti sem skilaði sambandinu sex stigum, en UMSK hafði oft verið aflasælla á landsmótum. Teflt var eftir Monradkerfi, sveit UMSE sigraði í keppninni, meðal liðsmanna þar var Ingimar Jónsson, doktor í íþróttafræðum, sem var frjálsíþróttaþjálfari UMSK snemma á 8. áratugnum og ritaði alfræðibók um íþróttir sem kom út árið 1976. Starfsíþróttir. Fyrst var keppt í starfsíþróttum á landsmótinu á Eiðum árið 1952, þar voru þrjár greinar á dagskrá: dráttarvélaakstur, lagt á borð og starfshlaup. Ári síðar var fyrsta héraðsmót UMSK í starfsíþróttum haldið, í tímans rás fjölgaði starfsíþróttagreinum á landsmótum, til dæmis komu til sögunnar línubeiting, jurtagreining og pönnukökubakstur. Fyrir Húsavíkurmótið var Lárus Pétursson úr Ungmennafélaginu Dreng sérgreinastjóri í starfsíþróttum, keppt var í línubeitingu, dráttarvélaakstri, starfshlaupi, hestadómum, jurtagreiningu og að leggja á borð. Í blaðaviðtali fyrir mótið sagði Lárus að erfiðlega gengi að fá keppendur í þessar greinar: „Kannski er það svo að starfsíþróttirnar eru í anda sveitarómantíkur og slík tík á ekki svo mjög upp á pallborðið hjá nútímafólki …“491 Fór svo að Kjósverjar mönnuðu flesta pósta í starfsíþróttunum að þessu sinni og hjá þeim réð keppnisgleðin för. Sund. Um þessar mundir var sund einkum stundað í Kópavogi og Mosfellssveit á félagssvæði UMSK, en ekki hafði tekist að endurvekja sundáhugann í Garðabæ og á Setjarnarnesi. Allmargir sundmenn frá UMSK mættu til leiks, þeir fengu alls 16 stig og einn komst í verðlaunasæti, Marý Þorsteinsdóttir sem varð þriðja í 100 m flugsundi. Hraunar Daníelsson var sérgreinastjóri UMSK í sundi. Sýningargreinar Víkingaleikarnir vöktu mikla athygli á landsmótinu, þeir voru sambland af keppni og sýningu, þar sem stórtækir aflraunamenn leiddu saman hesta sína og leystu ýmsar þungar þrautir, til dæmis að stika eftir hlaupabraut með bifreið í eftirdragi. Meðal keppenda voru Geoff Capes, víðfrægur kúluvarpari og kraftajötunn frá Englandi, Mosfellingurinn Hjalti „Úrsus“ Árnason og Seyðfirðingurinn Magnús Ver Magnússon sem hampaði síðar titlinum „sterkasti maður heims“. Jón Páll Sigmarsson mætti einnig á staðinn en var meiddur og gat ekki tekið þátt í keppninni, þess í stað brá hann á leik eins og honum einum var lagið, tók þátt í hjólastólaakstri og hnyklaði sínu heimsfrægu vöðva við mikinn fögnuð áhorfenda. Karate var sýningargrein á Húsavíkurmótinu, Karl Gauti Hjaltason, karatemaður úr Gerplu, annaðist framkvæmd keppninnar og sagði í viðtali í aðdraganda mótsins: „Keppendur frá UMSK koma frá Breiðabliki og Gerplu í Kópavogi og frá Ungmennafélagi Bessastaðahrepps og verða keppendur líklega 10–12 talsins. Keppt verður í tveimur flokkum í frjálsri viðureign, þ.e. karlar Jóni Páll Sigmarsson (lengst til vinstri á myndinni) gat ekki tekið þátt í víkingaleikunum vegna meiðsla en var hins vegar með í hjólastólakeppni og kom síðastur í mark með bros á vör. Annar frá hægri á myndinni er Jón H. Sigurðsson frá Úthlíð í Biskupstungum sem vann oft til verðlauna á landsmótum fyrir hlaup.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==