Aldarsaga UMSK 1922-2022

42 2022 5. febrúar var nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri í Garðabæ tekið í notkun. Haldin var samkeppni um nafn hússins, nafnið Miðgarður varð fyrir valinu. Ný íþróttamiðstöð opnuð á Seltjarnarnesi með glæsilegri 130 fermetra púttflöt og sex golfhermum, auk aðstöðu til líkamsræktar. 10. maí var reiðhöll Hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi tekin í notkun. 23. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þá hafði mótið fallið niður í tvö ár vegna heimsfaraldurs. Aldarafmæli UMSK fagnað síðsumars með hlaupaviðburðum sem voru hluti af íþróttaveislu UMFÍ. Aðalafmælishátíðin fór fram í Hlégarði á afmælisdaginn, 19. nóvember.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==