Aldarsaga UMSK 1922-2022

419 hlaupabrautinni. Þetta voru sveitir UMSE og UMSK. Skeiðklukkurnar töluðu sínu máli, Eyfirðingar hlupu á örlitlu betri tíma (5/100) og hrepptu gullið en sveit UMSK lenti í 2. sæti. HSK sigraði glæsilega í stigakeppninni í frjálsum íþróttum, fékk 179 stig, nákvæmlega helmingi fleiri og einu betur en UMSK sem lenti í öðru sæti. Svipað var upp á teningnum í heildarstigakeppninni, HSK landaði 478,5 stigum en UMSK fékk 260 stig og hafnaði í 2. sæti. Í stigakeppninni munaði mestu um vægi frjálsra íþrótta og sundsins. Á næsta landsmóti, í Mosfellsbæ árið 1990, tóku reglur um stigaútreikning verulegum breytingum, meira um það síðar í bókinni. Handknattleikur kvenna. Alda Helgadóttir var sérgreinastjóri UMSK í handknattleik kvenna en liðið var að mestu skipað stúlkum úr Stjörnunni í Garðabæ sem þá lék í 1. deild Íslandsmótsins. Stúlkurnar unnu alla sína leiki, flesta með yfirburðum, í einum leiknum skoruðu þær 49 mörk gegn þremur mörkum andstæðinganna. Keppt var á malbikuðum velli við Barnaskóla Húsavíkur sem hitnaði ótæpilega undir norðlenskri sól. Júdó. Keppt var í þremur þyngdarflokkum í júdó, Gunnar Jónasson UMSK sigraði í léttasta flokknum, undir 70 kg. Knattspyrna. Knattspyrnulið UMSK sigraði með yfirburðum á mótinu, vann alla sína leiki. Nú var af sem áður var að UMSK-liðið væri skipað Breiðabliksmönnum, ÍK (Íþróttafélag Kópavogs) hafði tekið við því hlutverki og stóð sig afspyrnu vel, fyrst í undankeppninni og síðan í lokarimmunni á Húsavík. Í úrslitaleiknum á móti NjarðSigurlið UMSK í handknattleik kvenna. Skákmenn í þungum þönkum á Húsavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==