Aldarsaga UMSK 1922-2022

418 stökki, einnig á nýju landsmótsmeti, og varð stigahæsti einstaklingurinn í frjálsíþróttakeppninni. Auk þess var hún í boðhlaupssveitum UMSK sem sigruðu í 4 x 100 m boðhlaupi og 1000 m boðhlaupi. Glæsilegur og einstakur árangur. „Svanhildur gat því haldið hnarreist suður yfir heiðar klyfjuð gulli, fimm stykkjum alls,“ segir í sögu landsmótanna.489 Fleiri hlauparar úr UMSK komust á verðlaunapall, áður er getið um Erling Jóhannsson og Hannes Hrafnkelsson, í 1500 m hlaupi kvenna varð Fríða Rún Þórðardóttir í 3. sæti og Guðni Sigurjónsson hreppti bronsið í 100 m hlaupi, hljóp á 11,54 sek. Guðni var afar fjölhæfur íþróttamaður og stundaði bæði lyftingar og tugþraut á sínum ferli. Á Húsavík keppti hann einnig í kringlukasti, þar sem hann náði 6. sæti, og í kúluvarpi þar sem hann vann bronsverðlaun. Í kúluvarpinu sigraði Pétur Guðmundsson úr UMSK með yfirburðum, kastaði 17,50 m með snúningsstíl, hann hafði áður keppt fyrir HSK. Eyfirðingurinn Þóroddur Jóhannsson tók þátt í kúluvarpskeppninni og setti þátttökumet, keppti þarna á sínu 11. landsmóti í röð. Hann tók fyrst þátt í landsmóti á Akureyri árið 1955, áður en flestir keppendurnir á Húsavíkurmótinu voru í heiminn bornir. Þóroddur var ekki einungis keppandi á landsmótinu heldur einnig í mótsstjórn og kom að skipulagningu fjölmargra landsmóta. Hann lést árið 1989. Í 1000 metra boðhlaupi þreyta hlauparar mislangar vegalengdir, sá fyrsti hleypur 100 metra, næsti 200 metra, þriðji hleypur 300 metra og sá fjórði 400 metra. Oft myndast skemmtileg keppni í þessari grein en á Húsavík vildi svo til að tvær bestu karlasveitirnar lentu hvor í sínum riðli og öttu þess vegna ekki kappi saman á Kvennasveit UMSK sigraði bæði í 100 m og 1000 m boðhlaupi. Körfuknattleikslið UMSK, sem var skipað leikmönnum úr Breiðabliki, lenti í 3. sæti eftir sigur á liði Grindvíkinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==