417 Annar hlaupari úr UMSK, Hannes Hrafnkelsson, veitti Brynjúlfi harða keppni í 1500 m hlaupi, þar sigraði Brynjúlfur á 4:08,60 mín. en Hannes hreppti silfrið á tímanum 4:08,83 mín. Og Erlingur hafði ekki sagt skilið við verðlaunapallinn því hann varð annar í 400 m hlaupi á 49,35 sek. á eftir Agli Eiðssyni UÍA sem hljóp á 49,11 sek. Íþróttakeppnin Blak karla. Líkt og á landsmótinu 1984 kepptu UMSK og HSK til úrslita í blaki og aftur hafði Skarphéðinn sigur með minnsta mögulega mun, 15–13, eftir spennandi viðureign sem fjöldi áhorfenda fylgdist með. Í sögu UMFÍ er leiknum lýst með þessum orðum: „Leikurinn var æsispennandi og hávaðinn slíkur að enginn hefði heyrt sprengju falla.“487 UMSK-liðið var skipað félögum úr HK og var Albert H. N. Valdimarsson þjálfari liðsins. Borðtennis. Albrecht Ehmann úr UMSK sigraði í borðtennis. Hann var Þjóðverji sem settist að á Íslandi og tók mikinn þátt í að byggja upp borðtennisdeild Stjörnunnar, Albrecht sagði í viðtali í landsmótsblaði UMSK: „Borðtennis er afskaplega heppileg íþrótt fyrir Íslendinga. Hún er stunduð innan dyra, sem hlýtur að teljast heppilegt í þessu rysjótta veðurfari. Aldur skiptir engu máli í borðtennis og geta allir aldurshópar att kappi saman. Síðast en ekki síst er þetta ódýr íþrótt og þarf ekki mikinn viðbúnað.“488 Frjálsar íþróttir. Alla tíð hafa frjálsar íþróttir vakið mikla athygli og eftirvæntingu á landsmótum UMFÍ. Húsavíkurmótið var þar engin undantekning, keppnisaðstaðan hafði batnað og tækninni fleygt fram, í fyrsta skipti í sögu landsmótanna var notast við rafmagnstímatöku í hlaupum. Mikil eftirvænting lá í loftinu við að fylgjast með spjótkasti Einars Vilhjálmssonar, sem keppti fyrir hönd UÍA, en hann hafði náð 6. sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Los Angeles þremur árum fyrr. Unnar bróðir hans hafði sett Íslandsmet í hástökki á landsmótinu á Suðurnesjum árið 1984, stökk 2,12 metra, og gerðu menn sér jafnvel vonir um að hann myndi bæta það met á Húsavík. Það varð ekki að veruleika en hins vegar setti Einar Norðurlandamet í spjótkasti þegar hann kastaði 82,96 m í þriðja kasti, 15,46 metrum lengra en næsti maður. Fjöldi áhorfenda hvatti hann til dáða, öll köst Einars voru um eða yfir 80 metra og kvaðst hann þakka skaparanum fyrir þennan góða árangur. Vilhjálmur Einarsson, faðir hans, einn mesti afreksmaður frjálsíþrótta á Íslandi fyrr og síðar, var viðstaddur kastkeppnina. Sjálfur keppti hann fyrst á landsmóti á Eiðum árið 1952, þá nýorðinn 18 ára, sigraði þar í þrístökki, stökk 14,21 m og setti íslenskt drengjamet. Á Húsavík beindist athyglin einnig að Svanhildi Kristjónsdóttur UMSK sem hafði haldið heim af landsmótinu árið 1984 hlaðin gullverðlaunum. Skyldi hún endurtaka leikinn á Húsavík? Já, það gerði Svanhildur svo sannarlega, vann gull í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi á nýju landmótsmeti, í langKristján Sveinbjörnsson, formaður landsmótsnefndar UMSK, Hafsteinn Pálsson, formaður UMSK, og Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hampa bikurum sem UMSK vann á mótinu. Svanhildur Kristjónsdóttir varð stigahæst kvenna á mótinu, Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, afhendir henni verðlaun.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==