Aldarsaga UMSK 1922-2022

414 Hátíð í Húsavíkurbæ Árið 1987 bjuggu 2500 manns á Húsavík, allt kapp var lagt á að fegra umhverfið og bæinn sem mest fyrir mótið, enda búist við miklum mannfjölda. Það gekk eftir, veðrið var frábært og fjöldi manns streymdi í bæinn. Það var meðvituð ákvörðun heimamanna að gera dagskrána þannig úr garði að hér yrði ekki eingöngu um íþróttahátíð að ræða heldur allsherjar fjölskyldu- og menningarhátíð. Haldnar voru myndlistarsýningar víðsvegar um bæinn, útvarpsstöð var starfrækt undir stjórn Guðmundar Gíslasonar íþróttakennara og fjögur tölublöð af blaðinu Landsmótsfréttum komu út. Söngkórar og hljóðfæraleikarar komu fram víða um bæinn, brúðuleikhús var fyrir yngstu gestina og Alþýðuleikhúsið sýndi leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ sem fjallar um eyðni, þann mikla vágest. Tjaldbúðir voru þrískiptar: fjölskyldubúðir, almenningsbúðir, einkum ætlaðar ungu fólki, og keppendatjaldbúðir þar sem stærstu héraðssamböndin, meðal annarra UMSK, reistu sín samkomu- og mötuneytistjöld. Frá því segir í skýrslu sambandsins: „Eins og ætíð áður hefur UMSK séð keppendum fyrir fæði og hefur verið matreitt í samkomutjaldi sambandsins. Fyrir ferðina sáu Ólína Sveinsdóttir og Ester Jónsdóttir um öflun matfanga og var það sent með rútum norður. … En það tókst með glæsibrag og með mikilli vinnu þeirra fjölmörgu kvenna og karla sem þar lögðu hönd á plóginn. Bestu þakkir eiga þau skildar fyrir frábært framlag þeirra í eldhúsinu.“481 Ólína sagði í viðtali árið 2018 að Húsavíkurmótið hefði verið einstaklega eftirminnilegt: „Við vorum með mötuneyti í stóra UMSK-tjaldinu og þar myndaðist skemmtileg stemning. Matseðillinn var ákveðinn fyrirfram, það var nauðsynlegt að skipuleggja allt í þaula því það komu svo margir í mat, bæði keppendur, fararstjórar og starfsfólk héraðssambandsins. Við grilluðum, suðum og elduðum, svo var spjallað, sungið og leikið í tjaldinu fram eftir kvöldi. Þarna voru sérstakar keppendatjaldbúðir og síðan voru almennar tjaldbúðir á öðrum stað, þar var háttatíminn eitthvað síðar. Ég og dóttir mín tókum gítarinn með okkur og héldum uppi fjörinu á kvöldvökunni í tjaldinu. Þarna voru krakkar alveg frá tólf ára aldri og síðan fararstjórar, þjálfarar og keppendur. Ég man að heilbrigðiseftirlitið kom í heimsókn til okkar í tjaldið og vildi fá að vita hvar við geymdum matvælin og hvar frystigeymslurnar væru. Ég var snögg að svara því að þær væru í næsta Tjaldbúðir á Húsavíkurmótinu, hjólhýsaöldin er enn ekki runnin upp á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==