Aldarsaga UMSK 1922-2022

412 Ungmennafélagið Stjarnan – 302. Blak, borðtennis, fimleikar, handknattleikur, karate, knattspyrna. Íþróttafélagið Gerpla – 269. Badminton, fimleikar, júdó, karate. Siglingafélagið Ýmir – 119. Íþróttafélag Kópavogs – 116. Knattspyrna, tennis. Íþróttafélagið Grótta – 84. Fimleikar, handknattleikur, knattspyrna. Siglingafélagið Sigurfari – 81. Ungmennafélag Bessastaðahrepps – 80. Ungmennafélagið Drengur – 76. Siglingafélagið Vogur – 76. Golfklúbbur Garðabæjar – 70. Íþróttafélagið Hlynur – 60. Ungmennafélag Kjalnesinga – 57. Golfklúbburinn Kjölur – 57. Íþróttafélagið Gáski – 50. Knattspyrnufélagið Augnablik – 42. Íþróttafélagið Tjaldur – 30. Samheldni einkenndi starfið Ólína Sveinsdóttir var þriðja konan á formannsstóli UMSK. Guðrún Björnsdóttir gegndi formennskunni 1927–1928, Katrín Gunnarsdóttir 1985–1986 og síðan Ólína 1986–1987. Þá var ekki algengt að konur stýrðu íþróttafélögum, sagði Ólína í viðtali tæpum 30 árum síðar, en þetta breyttist smám saman, ætli forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 hafi ekki haft sitt að segja í þessum efnum. Stundaðir þú sjálf íþróttir á yngri árum? Já, á unglingsaldri æfði ég handknattleik og frjálsar íþróttir með Breiðabliki og fannst það mjög skemmtilegt, stemningin og samkenndin í íþróttunum höfðaði sterkt til mín. Við handboltastelpurnar hittumst stundum og ég fer ennþá á kappleiki. En svo tóku félagsmálin við hjá þér. Já, foreldrar mínir voru félagsmálafólk og ég fetaði í þeirra spor – þetta var í blóðinu. Ég starfaði innan Breiðabliks og síðan var ég beðin að taka að mér formennsku í UMSK. Ég sagði bara já og var formaður í eitt ár 1986–1987. Þá var ég rúmlega tvítug, ég spáði ekkert í þennan unga aldur, þetta var stórt skref fyrir mig en ég var bara til í þetta. Formennskan var sjálfboðastarf sem gat verið óeigingjarnt en samt mjög skemmtilegt. Hvernig var starfinu háttað í formennskutíð þinni? Þetta voru góðir tímar í sögu sambandsins og mér fannst starfið ganga vel. Við fengum lottópeninga sem við deildum út til einstakra aðildarfélaga. Félögin áttu meira sameiginlegt undir hatti UMSK en nú á dögum. Það var mikið samstarf á milli þeirra, meðal annars í gegnum nefndir og ráð en hinsvegar skipti sambandið sér ekki af ágreiningi innan einstakra félaga. Nú er starfið meira innan félaganna sjálfra. Ég hef fylgst með sambandinu frá því að ég dró mig í hlé, mér finnst að það mætti höfða meira til samstarfs milli félaganna. Fór mikill tími í formannsstarfið? Já, það gat verið tímafrekt, til dæmis að skipuleggja skólamót og héraðsmót og undirbúa þátttöku í landsmótum en unglingalandsmótin voru ekki byrjuð á þessum árum. Skólamótin fóru þannig fram að fyrst var keppt innan skólanna og síðan kepptu bestu skólarnir sín á milli, þetta var heilmikið mál en lenti ekki síst á herðum framkvæmdastjórans. Sambandið hélt líka námskeið fyrir verðandi formenn og aðra sem voru að vinna á félagslega sviðinu. Prúðustu íþróttamennirnir innan UMSK voru verðlaunaðir og félagsmálaskjöldurinn var afhentur þeim sem höfðu lagt mikið af mörkum í félagsstarfi innan sambandsins. Mér hlotnaðist þessi skjöldur eftir að ég hafði lokið formennsku minni. Ég var mjög stolt og þakklát að fá þessa viðurkenningu og þykir vænt um hana. Hefur þú enn samband við fólkið sem þú vannst með innan UMSK? Já, við hittumst öðru hvoru og maður finnur að það er kært á milli okkar. Við vorum samstiga og stefndum öll að sama marki, samheldnin einkenndi starfið, við vildum öll sambandinu það besta. Þetta var mjög skemmtilegur tími, alveg óborganlegur, þarna eignaðist maður marga góða vini. Ég hef ennþá áhuga á íþróttum og fylgist vel með þeim, segir Ólína að lokum.477 Ólína Sveinsdóttir var formaður UMSK 1986–1987.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==