411 1992, leigði þar rými af ÍSÍ, og segir frá því í ársskýrslu: „Skrifstofa UMSK er staðsett í húsi nr. 4 í Laugardal og er hún á 3. hæð. Skrifstofan er mjög vel búin en á árinu var fjárfest í nýrri tölvu af Macintosh gerð ásamt laser prentara frá Hewlett Packard þá var keypt nýtt skrifborð, skápar og faxtæki þegar flutt var í nýja húsnæðið. Skrifstofan er opin sem hér segir, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00–13:00 og einnig miðvikudaga og föstudaga frá kl 15–18.00. Einnig er mögulegt að leggja inn skilaboð í símsvara UMSK utan þess tíma en síminn er 814144-411 þá er einnig hægt að senda fax en faxnúmerið er 684233.“475 Birgir Ari var framkvæmdastjóri UMSK í 17 ár. Árið 2008 tók Valdimar Gunnarsson við starfinu og gegndi því til 2022. Öflugt og fjölbreytt starf Ólína Sveinsdóttir, formaður UMSK 1986–1987, ritaði í jólablað UMSK árið 1986: „Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi félaganna á sambandssvæðinu er mjög öflug eins og sést þegar íþróttafréttir eru lesnar. Innan UMSK eru t.d. 2 handknattleikslið í 1. deild karla þ.e. Breiðablik og Stjarnan. Í 2. deild eru 3 lið, Grótta, H.K. og Afturelding. Í öðrum boltagreinum eigum við á að skipa mjög sterkum liðum í knattspyrnu, körfubolta og blaki í öllum flokki karla og kvenna. Ekki má heldur gleyma frjálsíþróttafólkinu okkar, sem gert hefur garðinn frægan og haldið merki UMSK hátt á lofti. Sund, karate, júdó og fimleikar eiga sífellt auknu fylgi að fagna. Tennis- og badmintondeildir félaganna ásamt skíðadeild Breiðabliks hafa stuðlað mjög að aukinni þátttöku almennings í íþróttum. Af þessari ófullnægjandi upptalningu má sjá að starfið innan UMSK er öflugt og fjölbreytt.“476 Í ársbyrjun 1987 var Knattspyrnufélagið Hvatberar á Seltjarnarnesi stofnað og þá voru aðildarfélög UMSK orðin 20 talsins með hátt í 3000 félagsmenn og helmingi fleiri iðkendur. Hér fylgir listi yfir félögin og liðsmannafjölda þeirra árið 1987, ásamt upplýsingum um þær íþróttagreinar sem voru stundaðar í stærstu félögunum. Athygli vekur að HK er orðið fjölmennasta sambandsfélagið, aðeins 17 árum eftir að það var stofnað. Handknattleiksfélag Kópavogs – 476. Badminton, blak, handknattleikur, körfuknattleikur, tennis. Ungmennafélagið Breiðablik – 444. Blak, frjálsar íþróttir, handknattleikur, karate, knattspyrna, körfuknattleikur, skíði, sund. Ungmennafélagið Afturelding – 376. Badminton, frjálsar íþróttir, handknattleikur, knattspyrna. Þjónustumiðstöð UMFÍ var um skeið við Mjölnisholt í Reykjavík. Sumarið 1981 fékk UMSK „… að setja niður borð og stóla í einu horni í húsakynnum UMFÍ að Mjölnisholti 14 og opnaði þar með skrifstofu.“ Hvað er HK? Þannig var spurt á forsíðu á kynningarbæklingi og svarið kom skömmu síðar í bæklingnum: „HK er íþróttafélag sem er rekið af sjálfboðaliðum sem vilja öflugt og heilbrigt íþróttastarf fyrir íbúa Kópavogs.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==