Aldarsaga UMSK 1922-2022

410 niður borð og stóla í einu horni í húsakynnum UMFÍ að Mjölnisholti 14 og opnaði þar með skrifstofu.“471 Fljótlega fékk sambandið leiguhúsnæði á sama stað, leigði þá af Prentþjónustunni, nóg var að sýsla og var verkefnum aðalskrifstofunnar lýst þannig í ársskýrslu árið 1982: „Verkefni skrifstofunnar er þríþætt. Í fyrsta lagi að gegna þjónustuhlutverki við aðildarfélögin. Í öðru lagi að sinna eigin verkefnum og í þriðja lagi að vinna að verkefnum heildarsamtakanna, UMFÍ og ÍSÍ.“473 Með vaxandi umsvifum á 9. áratugnum þótti húsnæðið í Mjölnisholti of lítið og árið 1983 taldi Gunnar Baldvinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, að héraðssambandið þyrfti stærra húsnæði, annaðhvort að kaupa það eða byggja í samvinnu við önnur félagasamtök.474 Niðurstaðan varð sú að UMSK tók á leigu heila húshæð í Mjölnisholti 14 um fimm ára skeið og leigði síðan hluta hennar til annarra aðila. Árið 1989 flutti skrifstofa UMSK úr Mjölnisholti í gamla verksmiðjuhverfið að Álafossi í Mosfellssveit. Þá var Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri sambandsins og undirbúningur fyrir landsmót UMFÍ á Varmá í algleymingi. Birgir Ari Hilmarsson varð framkvæmdastjóri UMSK árið 1991, fyrst í hlutastarfi sem jókst smám saman þar til hann var kominn í 100% starf árið 1993. Um skeið fékk héraðssambandið inni hjá UMFÍ í húsinu Vesturhlíð við Öldugötu en flutti í Íþróttamiðstöðina Laugardal árið Endurflutti 35 ára ræðu Ólafs Thors „Sunnudaginn 29. nóvember s.l. [1987] var haldin vegleg afmælishátíð vegna 65 ára afmælis sambandsins. Hátíðin var haldin að Hlégarði í Mosfellsbæ í boði Mosfellsbæjar. Um 80 manns sóttu hátíðina sem tókst mjög vel. Hápunktur hátíðarinnar var þegar um 40 manna kór úr Karlakórnum Stefni flutti hugljúf lög af einskærri lipurð. Kórinn var margoft klappaður upp og ætluðu þeir seint að losna. Sambandinu bárust margar gjafir og má nefna gjöf Ungmennafélags Íslands en Ungmennafélagið gaf forkunna fagran bikar, svo kallaðan UMFÍ-bikar. Þá voru fluttar margar hátíðarræður. Merkilegust var án efa ræða Gríms Norðdahls en hann flutti eftir minni ræðu Ólafs Thors frá 30 ára afmæli UMSK 1952.“472 Grímur Norðdahl frá Úlfarsfelli í Mosfellssveit starfaði mikið innan Aftureldingar og UMSK og var einnig fyrsti formaður Breiðabliks. Hér er hann staddur á 60 ára afmælishátíð Aftureldingar í Hlégarði árið 1969 og gluggar í bók þar sem skráð eru úrslit á keppnismótum milli Drengs og Aftureldingar en þau voru haldin um áratugaskeið. Ljósmyndin og bókin eru varðveittar á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==