Aldarsaga UMSK 1922-2022

409 Golfklúbburinn Oddur 1.992.122 kr. Dansíþróttafélag Kópavogs 1.911.853 kr. Hnefaleikafélag Kópavogs 1.181.057 kr. Hestamannafélagið Hörður 1.119.127 kr. Dansfélagið Hvönn 1.110.244 kr. Ungmennafélag Álftaness 1.823.945 kr. Bogfimifélagið Boginn 1.430.434 kr. Golfklúbbur Ness 1.366.271 kr. Lyftingafélag Kópavogs 119.160 kr. Tennisfélag Garðabæjar 162.225 kr. Golfklúbbur Álftaness 182.738 kr. Skotíþróttafélag Kópavogs 150.068 kr. Motomos 101.028 kr. Knattspyrnufélagið Augnablik 165.092 kr. Hestamannafélagið Sóti 109.569 kr. Hvíti riddarinn 143.920 kr. Hestamannafélagið Adam 131.967 kr. Siglingafélagið Ýmir 169.276 kr. Lyftingafélag Garðabæjar 100.916 kr. Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar 194.120 kr. Knattspyrnufélagið Kría 173.778 kr. Júdófélag Garðabæjar 145.558 kr. Íþróttafélagið Stálúlfur 125.187 kr. Kraflyftingafélag Garðabæjar 124.267 kr. Knattspyrnufélagið Ísbjörninn 194.029 kr. Knattspyrnufélagið Vatnaliljur 188.364 kr. Skylmingafélag Seltjarnarness 166.363 kr. Íþróttafélag aldraðra Kópavogi 133.129 kr. Íþróttafélagið Glóð 130.297 kr. Rugbyfélagið Stormur 14.077 kr. Engin hallarkynni „Húsnæði sambandsins hefur í gegnum tíðina ekki verið nein hallarkynni.“470 Þessi setning úr ársskýrslu UMSK fyrir árið 1984 voru orð að sönnu, sambandið hefur aldrei átt eigið húsnæði en verið víða í leiguhúsnæði sem oft var smátt í sniðum. Fram eftir 20. öld hafði UMSK enga skrifstofu en það breyttist árið 1967 þegar fyrsti framkvæmdastjórinn, Sigurður Skarphéðinsson, hóf störf. Samþykkt var á stjórnarfundi 6. mars 1967 að taka á leigu húsnæði í Lindarbæ í miðbæ Reykjavíkur, þar var skjölum og verðlaunagripum UMSK komið fyrir og stjórnarfundir haldnir. Nokkrum árum síðar fékk UMSK skrifstofuaðstöðu hjá UMFÍ á Klapparstíg 16 í Reykjavík en árið 1976 flutti skrifstofan í húsnæði Félagsmálastofnunar Kópavogs og var þar um fimm ára skeið. Árið 1981 missti sambandið þá aðstöðu en fékk þá inni til bráðabirgða hjá UMFÍ við Mjölnisholt í Reykjavík eða eins og það var orðað í ársskýrslu: „Það var í júní ’81 sem sambandið fékk að setja Bingó og lottó Kristján Sveinbjörnsson, sem var formaður UMSK á árunum 1981–1985, segir að ef til vill eigi hann örlítinn þátt í því að ungmennafélagshreyfingin fékk sneið af lottókökunni: „Þannig var að ÍSÍ var með einkaleyfi hérlendis á getraunum og lottói, segir Kristján, en Sveinn Björnsson skókaupmaður var þá forseti ÍSÍ. Ég og Sigurjón Bjarnason formaður UÍA gengum á hans fund og föluðumst eftir heimild frá ÍSÍ til að fara af stað með lottó í nafni UÍA og UMSK. UÍA-menn höfðu einmitt staðið fyrir bingói í Reykjavík sem var meðal annars sótt af brottfluttum Austfirðingum. Bingó og lottó eru hvorttveggja talnaleikir sem byggjast á heppni, þótt ágóðanum sé ekki saman að jafna. Við Sigurjón greindum Sveini frá því að við hefðum kynnt okkur hvernig staðið væri að lottói erlendis og það skilaði heilmiklum tekjum. Ekkert varð úr því að UMSK og UÍA fengju þetta leyfi en það næsta sem við fréttum af málinu var að Sveinn lagði það fyrir stjórn ÍSÍ að fara af stað með lottó. Það var stórkostlegt að ÍSÍ skyldi henda lottóboltann á lofti, það átti eftir að skipta sköpum fyrir marga, þar á meðal íþrótta- og ungmennafélögin.“469 Sveinn Björnsson kaupmaður var forseti ÍSÍ þegar lottóöldin rann upp á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==