Aldarsaga UMSK 1922-2022

408 – Þeim 79% sem koma í hlut félaganna verði fyrst skipt eftir íbúafjölda sveitarfélaganna á sambandssvæðinu m.v. [miðað við] íbúaskrá 1. desember ár hvert og síðan innbyrðis innan sveitarfélaganna eftir iðkendafjölda félaganna m.v. upplýsingar í FELIX. – Iðkendur hafa mismikið vægi eftir aldri þegar kemur að útreikningi hlutar hvers félags, þannig hafi iðkendur 5 ára og yngri stuðulinn (1), iðkendur 6–12 ára stuðulinn (3), iðkendur 13–18 ára stuðulinn (5), iðkendur 19–24 ára stuðulinn (3) og iðkendur 25 ára og eldri stuðulinn (1).“465 Lottó og getraunir hefja samstarf Þegar fram liðu stundir var skipulag þessara tveggja mikilvægu fjáröflunarleiða, lottós og getrauna, sett í fastari skorður eins og lýst er í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2014: „Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru tvö sjálfstæð félög en með einn framkvæmdastjóra. Í gildi er þjónustusamningur milli félaganna um að Íslensk getspá sjái um rekstur Íslenskra getrauna. Hluti af andvirði allrar sölu félaganna renna beint til uppbyggingar og starfsemi æskulýðs- og íþróttamála og til málefna öryrkja. … Íslenskar getraunir eru sjálfseignarstofnun innan íþróttahreyfingarinnar þar sem aðild eiga ÍSÍ og UMFÍ eins og hjá Íslenskri getspá, auk Knattspyrnusambands Íslands, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþróttanefndar ríkisins.“466 Happafengur Lottóið var mikill happafengur fyrir íþróttahreyfinguna, tekjur af því hafa stóraukist, sem dæmi má nefna að árið 2012 voru tekjurnar 49.349.882 kr. og tveimur árum síðar voru þær 62.679.178 kr.467 Árið 2021 var afkoma Íslenskrar getspár sérlega góð, 40 UMSK-félög fengu lottógreiðslur sem hér segir: Ungmennafélagið Breiðablik 18.965.286 kr. Ungmennafélagið Stjarnan 18.404.106 kr. Ungmennafélagið Afturelding 13.984.409 kr. Handknattleiksfélag Kópavogs 13.269.043 kr. Íþróttafélagið Gerpla 10.582.377 kr. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 1.118.796 kr. Íþróttafélagið Grótta 1.526.138 kr. Hestamannafélagið Sprettur 1.488.970 kr. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 1.843.657 kr. Tennisfélag Kópavogs 1.363.644 kr. Hér má sjá úthlutun lottóágóðans í prósentum til einstakra sveitarfélaga á sambandssvæði UMSK árið 2021. Í fjármunum talið var hlutur hvers sveitarfélags sem hér segir: Kópavogur: 66.926.699 kr. Garðabær: 29.839.202 kr. Mosfellsbær: 21.286.261 kr. Seltjarnarnes: 8.332.550 kr. Kjós: 431.967 kr.464 Lottó „Lottó er talnaleikur sem Íslendingar þekkja vel. Á hverju laugardagskvöldi klukkan 18:54 eru fimm tölur af 42 dregnar út í beinni útsendingu í sjónvarpinu og síðar um kvöldið kemur í ljós hvort bæst hefur í milljónamæringahóp Lottóspilara. Lokað er fyrir sölu á Lottó klukkan 18:40 á laugardögum. Frá því að Lottó hóf göngu sína árið 1986 eru milljónamæringarnir orðnir vel á annað þúsund. Vinningar eru allt frá níu milljónum þegar potturinn er einfaldur, en fyrsti vinningur hækkar ört eftir því sem potturinn margfaldast. Stærsti pottur sem hefur verið í Lottó var tæplega 140 milljónir og er það stærsti vinningur sem einstaklingur hefur fengið í íslensku happdrætti. Heildarfjöldi vinningshafa frá upphafi eru rúmlega fjórar milljónir og heildarvinningsupphæð er vel á fimmta milljarð. Ein röð í Lottó kostar 150 krónur og allir Lottóvinningar eru skattfrjálsir.“468

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==