Aldarsaga UMSK 1922-2022

407 sem standa í stjórnar- og félagsstörfum innan hreyfingarinnar fer í að ganga á milli einstaklinga og fyrirtækja og betla peninga til að halda starfinu gangandi. Og það er undravert hve vel þeim verður ágengt. Hitt er svo annað mál hvort það er skynsamleg nýting á starfsorku þessa fólks. Arðsamara væri að mínu viti að virkja hana í stefnumótun og framkvæmd ungmenna- og íþróttamálanna. Því er orðið brýnt að þau samtök, sem að þessum málum starfa komi sér saman um framtíðarstefnu og knýi á stjórnvöld um þær lagabreytingar, sem nauðsynlegar eru til að sú stefna nái fram að ganga.“459 Ári eftir að þessi grein var rituð urðu vatnaskil í þessum efnum, fjármál íþróttahreyfingarinnar fóru í nýjan og öruggari farveg þegar talnaleikurinn lottó kom til sögunnar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra keypti fyrsta lottómiðann 22. nóvember 1986 og viku síðar var dregið úr pottinum. Leikurinn var fólginn í því að merkja við fimm tölur af 32 tölum sem voru á miðanum, enda gekk leikurinn undir nafninu Lottó 5/32, síðar fjölgaði í talnapottinum og gengur leikurinn nú undir nafninu 5/42. Íslensk getspá starfrækir lottóið og aðra talnaleiki, félaginu er lýst þannig í 1. grein reglugerðar um talnagetraunir: „Íslensk getspá er félag í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), sem stofnað er til að starfrækja talnagetraunir og/eða bókstafagetraunir í þeim tilgangi að afla fjár til eflingar íþróttum á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu í félögum innan ÍSÍ og UMFÍ og til að greiða stofnkostnað við íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja á vegum ÖBÍ eða til að standa undir annarri starfsemi þess í þágu öryrkja. Heimili félagsins, aðalskrifstofa og varnarþing er í Reykjavík.“460 Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru með skrifstofu sína í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sett voru sérstök lög um skiptingu ágóðans sem tryggði fjárhagslega stöðu íþróttahreyfingarinnar, lottóið gerði gæfumuninn, nú var ekki lengur eins brýnt að leita stöðugt á náðir einstakra sveitarfélaga um fjárframlög eða tína krækling í fjáröflunarskyni. Hafsteinn Pálsson, sem var formaður UMSK á árunum 1987–1992, ritaði um það fjárhagslega öryggi sem Íslensk getspá og Getraunir skópu fyrir UMSK: „Síðastliðið ár [1987] markaði tímamót í sögu UMSK, sem og allra annarra héraðssambanda og ungmenna- og íþróttafélaga í landinu, því mikilvæg fjáröflun byrjaði að skila arði. Þessi fjáröflun er Íslensk getspá sem er sameign UMFÍ, ÍSÍ og Öryrkjabandalagsins. Það er óskandi fyrir UMSK og aðildarfélögin öll að framtíð Íslenskrar getspár verði í samræmi við það fyrirheit sem fyrsta starfsár fyrirtækisins gaf.“461 Fleiri talnaleikir hafa bæst við starfsemi Íslenskrar getspár: Víkingalottó, Jóker og EuroJackpot. Víkingalottó kom til sögunnar árið 1993 og er samstarfsverkefni tíu landa, EuroJackpot er skipulagt með 16 öðrum Evrópulöndum og Jóker er sjálfstæður talnaleikur sem hægt er að kaupa með hinum leikjunum. Fyrirtækið Íslensk getspá heldur utan um alla þessa starfsemi samkvæmt ítarlegri reglugerð í 16 greinum sem var gefin út sumarið 2022. Lottópottinum skipt Ágóðinn af þessari viðamiklu talnaleiksstarfsemi skiptist sem hér segir: Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ): 46,67%. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ): 13,33%. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) 40%.462 UMFÍ deilir sínum hlut af lottópottinum eftir ákveðnum reglum sem hér segir: Grunnskipting: A-hluti: 72%. B-hluti: 28%. A-hluta var skipt milli sambandsaðila á eftirfarandi hátt: 20% er jafnt skipt eftir sérstakri reglu. 40% er skipt eftir íbúafjölda samkvæmt sérstakri reglu. 40% er skipt eftir félagsmannafjölda eftir sérstakri reglu. B-hluta er skipt þannig: 50% til UMFÍ. 25% í Útbreiðslusjóð. 20% í Verkefnasjóð. 5% í Fræðslusjóð, þ.e. minningarsjóð Aðalsteins Sigmundssonar.463 Úthlutunarreglur UMSK UMSK fær lottótekjur, bæði frá UMFÍ og ÍSÍ, samkvæmt ákveðnum reglugerðum. Þannig var skiptireglan árið 2014: „1. 14% renna til sambandsins 2. 7% renna til Afrekssjóðs UMSK 3. 79% renna til aðildarfélaga samkvæmt eftirfarandi skiptingu (skipt upp í 100%):

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==