Aldarsaga UMSK 1922-2022

406 Ungmennafélagið Afturelding 138.990 kr. Íþróttafélagið Gerpla 118.073 kr. Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) 113.842 kr. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 39.214 kr. Grótta – knattspyrnudeild 34.297 kr. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 23.055 kr. Samtals 1.312.850458 Lukkuhjólið snýst Vatnaskil Það varð ljóst að hvorki bingóspil né getraunir myndu draga fjársvelta íþróttahreyfingu að landi, áfram leituðu félög, íþróttabandalög og héraðssambönd allra leiða til að halda starfinu gangandi og efla það, sem dæmi má nefna að árið 1979 voru eftirtaldar fjáröflunarleiðir til umræðu innan Ungmennafélagsins Breiðabliks: Auglýsingasöfnun, basar, diskótek, flöskusöfnun, sala á happdrættismiðum og jólakortum. Svipað var uppi á teningnum hjá héraðssamböndum líkt og UMSK. Ein fjáröflunarleiðin þar á bæ var að gefa út UMSK-blaðið, stundum í dagblaðsbroti, með fréttir af starfinu og mikið af auglýsingum sem skiluðu drjúgum tekjum. Árið 1985 kom eitt slíkt blað út og þar ritaði Arnór Benónýsson, framkvæmdastjóri UMSK, um fjármál íþróttahreyfingarinnar: „Eins og allir vita kostar starfsemi ungmenna og íþróttafélaganna stórfé. U.M.S.K. er þar engin undantekning. Þrátt fyrir góðan skilning og styrki frá ríki, bæjar- og sveitarfélögum er fjárþörf okkar engan veginn fullnægt. Þá þarf að brydda upp á öðrum aðferðum til fjármögnunar og ein er sú að gefa út blað með auglýsingum í líkingu við þetta hér. Í reynd er það þannig að meginhluti af tíma þeirra karla og kvenna, Litla gula hænan og getraunirnar Pétur Hrafn Sigurðsson, starfsmaður Íslenskra getrauna, ritaði í ársskýrslu UMSK árið 2014: „Íslenskar getraunir eru í eigu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og rennur allur hagnaður af rekstri fyrirtækisins til félaga innan hennar. Alls skilar fyrirtækið rúmum 100 milljónum á ári til ÍSÍ, UMFÍ, héraðssambanda og einstakra félaga innan íþróttahreyfingarinnar. Tekjum sem renna til héraðssambanda og íþróttafélaga er skipt eftir ákveðnum reglum og gilda þar sömu reglur og hjá Litlu gulu hænunni. Þeir sem taka þátt í að baka brauðið njóta þess, hinir fá ekkert. Þau félög sem eru dugleg við að kynna sitt getraunanúmer og sinna getraunastarfinu með sölu á getraunaseðlum, afla sjálfum sér og sínu héraðssambandi tekna. Þau félög sem ekki sinna getraunastarfi og fá ekki áheit frá tippurum, fá engar tekjur í sinn hlut. En getraunastarfið er ekki aðeins fjáröflun. Mörg íþróttafélög hafa tekið upp getraunastarf og bjóða félagsmönnum sínum í getraunakaffi á föstudagskvöldum eða á laugardagsmorgnum. Þar er búin til keppni meðal þeirra sem mæta um það hver stendur sig best í tippinu og keppt í nokkrar vikur. Myndast oft góð stemming í getraunakaffinu og hafa sumir nefnt að getraunakaffið komi í staðinn fyrir félagsvistina hér á árum áður þegar fólk kom saman og spilaði vist. Getraunir eru ekki aðeins fjáröflun heldur hefur það sýnt sig að þær eru skemmtileg félagsleg viðbót við starf íþróttafélaganna. Starfsmenn Getrauna eru reiðubúnir til að veita áhugasömum félögum aðstoð, allt frá því að setja getraunanúmer félagsins á heimasíðuna og útgefið efni, yfir í að skipuleggja innanfélagsleik þar sem markmiðið með þátttöku er að efla félagsstarfið innan félagsins og afla tekna á sama tíma.“457 Litla gula hænan fann fræ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==