Aldarsaga UMSK 1922-2022

403 Hinn 25. júní hjóluðu félagar úr UMSK að Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar og 11. júlí lokaði UMSK-fólk hringnum með því að hjóla frá Botnsskála í Hvalfirði og á Lækjartorg. Þátttaka félaga úr UMSK var afar góð, tæplega 80 félagar úr 14 aðildarfélögum UMSK tóku þátt í verkefninu, hjólaðir voru 3200 kílómetrar á 17 dögum.442 Getraunir – bingó! Fram eftir 20. öld var fjáröflun hið eilífa verkefni hjá stjórnarfólki í íþrótta- og ungmennafélögum um allt land og nauðsynlegt að hafa mörg útispjót til að starfið gengi hnökralaust fyrir sig. Um miðja öldina fréttist af skemmtilegum lukkuleik vestanhafs sem hét einfaldlega bingó! Fólk innan íþróttahreyfingarinnar horfði vongott til þessa talnaleiks sem gæti skapað auknar tekjur, starfinu til heilla. En löggjafinn vildi stíga varlega til jarðar þegar slíkt peningaspil komst á dagskrá, Alþingi heimilaði bingóspil með lagasetningu árið 1952, þó með þeim takmörkunum að einungis mátti spila bingó á innanfélagsskemmtunum.443 Bingómálið var rætt á 30. þingi UMSK, sem haldið var í Hlégarði í Mosfellssveit árið 1953, þar var samþykkt með þremur mótatkvæðum að feta þessa slóð: „30 þing UMSK samþykkir að stjórn sambandsins sé heimilt að leyfa félögum sambandsins að hafa hið svokallaða bingóspil á samkomum sínum til reynslu þetta ár.“444 Um svipað leyti og bingó var leyft með lögum hófst getraunastarfsemi á Íslandi að erlendri fyrirmynd undir nafninu Íslenskar getraunir. Rekstur þeirra hófst 19. apríl Einkennismerki átaksins „Eflum íslenskt“. Trimmdagur ÍSÍ 1982 Sunnudaginn 27. júní 1982 var trimmdagur ÍSÍ haldinn í tilefni af 70 ára afmæli ÍSÍ. Tilgangurinn var að fá alþýðu manna til að stunda íþróttir og útivist og var átakið sett upp sem stigakeppni milli héraðssambanda. Landsmenn voru hvattir til að stunda einhverja íþróttagrein þennan dag og skyldi það skráð hjá viðkomandi héraðssambandi. Það samband sem skilaði bestu þátttökunni miðað við íbúafjölda stóð uppi sem sigurvegari, það reyndist vera Héraðssamband Strandamanna (HSS). Á sambandssvæði UMSK var þátttakan fremur dræm þennan dag. Þar bjuggu um 25 þúsund manns, um 10% íbúanna tóku þátt í átakinu eða um 2500 manns.445 Flugdiskakast Um skeið starfræktu íþróttasambönd á Norðurlöndum sumarbúðir fyrir 16–18 ára unglinga, til skiptis í löndunum. Árið 1983 voru þær í Svíþjóð og þangað fóru 10 unglingar frá UMSK, frá því segir í ársskýrslu sambandsins: „Dagskráin var góð og m.a. voru kynntar ýmsar framandi íþróttagreinar eins og hornabolti, flugdiskakast, kajak, seglbrettasiglingar o.fl. Einnig var farið í skoðunarferðir, m.a. um Stokkhólm.“446 Fulltrúar UMSK komu úr Gerplu, Breiðabliki og Aftureldingu, þar á meðal voru Mosfellingarnir Elías Níelsson, síðar íþróttakennari, og Sigurður Sveinsson sem varð þekktur handknattleiksmaður, meðal annars með Aftureldingu. Almenn ánægja ríkti meðal þátttakendanna og einn þeirra sagði þegar hann kom aftur heim til Íslands: „Þetta voru ánægjulegustu dagar lífs míns.“447 Flugdiskarnir, sem ungmennin úr UMSK kynntust í Svíþjóð árið 1983, eru oftast kallaðir frísbídiskar nú á dögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==