402 úr UMSK, um Þrastaskóg í Grímsnesi. Þetta var síðasti göngudagur fjölskyldunnar en verkefnið tók á sig nýja mynd undir nafninu „Göngum um Ísland“ og var skipulagt af UMFÍ í samstarfi við ungmennafélög, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög um allt land. Samnefnd leiðabók hefur komið út árlega frá 2004, þar eru kynntar fjölmargar stuttar og stikaðar gönguleiðir og bókinni dreift ókeypis, meðal annars á sundstöðum og bensínstöðvum. Slagorð verkefnisins hefur verið „Fjölskyldan á fjallið“. UMSK tók þátt í verkefninu í nokkur ár, árið 2003 og 2004 var gengið á Reykjaborg í Mosfellssveit (286 m y.s). Þar var komið fyrir gestabók, árið 2005 var gestabókum komið fyrir á rúmlega 20 fjöllum víðsvegar um landið og skipti fjallgöngufólk þúsundum sem skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, í stuttu máli: Verkefnið sló í gegn. Árið 2005 varð Vífilsfell (655 m y.s.) sunnan Suðurlandsvegar fyrir valinu hjá UMSK, á tindi fjallsins er útsýnisskífa og þaðan er stórkostlegt útsýni. Ganga á Vífilsfell er mun erfiðari en á Reykjaborg en samt rituðu hátt í 300 manns nafn sitt í gestabókina þá um sumarið og voru nöfn vinningshafa dregin úr stórum potti. Í seinni tíð hefur Úlfarsfell í Reykjavík/Mosfellsbæ notið mikilla vinsælda í þessu vel heppnaða verkefni. Eflum íslenskt Í tilefni af 75 ára afmæli UMFÍ árið 1982 var efnt til átaksins „Eflum íslenskt“ þá um sumarið. Stjórn UMFÍ stýrði átakinu sem var fólgið í því að ungmennafélagar um allt land tóku þátt í því að hjóla umhverfis Ísland um leið og landsmenn voru hvattir til að kaupa íslenskar framleiðsluvörur frekar en innfluttar. Hjólað var á þremur hjólum í senn og það féll í hlut UMSK að annast fyrsta og síðasta áfangann. Frá árinu 2004 hefur UMFÍ gefið út leiðabókina „Göngum um Ísland“. 25. júní 1982 var lagt af stað frá Lækjartorgi á reiðhjólum umhverfis landið undir kjörorðinu Eflum íslenskt. Talið frá vinstri: Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, Kristín Gísladóttir, fimleikakona úr Gerplu, og Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í ræðustól.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==