Aldarsaga UMSK 1922-2022

401 Göngudagur fjölskyldunnar Þegar Pálmi Gíslason tók sæti í stjórn UMFÍ árið 1979 var eitt af hans fyrstu verkum að leggja til að félagið efndi til göngudags fjölskyldunnar. Hugmyndin var sú að ungmennafélög í byggðum landsins skipulegðu gönguferðir um nágrenni sitt sem hentuðu fólki á öllum aldri.­ Samþykkt var að göngudagurinn yrði haldinn 14. júní 1980. Undirtektir ungmennafélaga voru afar góðar, almenningur dró fram gönguskóna í öllum landshornum, 4000 manns úr 78 ungmennafélögum tóku þátt í verkefninu og fengu allir viðstaddir viðurkenningarskjal fyrir frammistöðuna.441 Aðildarfélög UMSK skipulögðu gönguferðir í sinni heimabyggð sem hér segir: Ungmennafélagið Afturelding. 35 þátttakendur gengu að Tröllafossi í Leirvogsá. Ungmennafélag Bessastaðahrepps. 21 þátttakandi gekk um Gálgahraun. Ungmennafélagið Breiðablik. 14 þátttakendur gengu um Búrfellsgjá. Ungmennafélagið Drengur. 35 þátttakendur gengu á Hvalfell. Íþróttafélagið Gerpla. 19 þátttakendur gengu á Ölkelduháls. Íþróttafélag Kópavogs. 50 þátttakendur gengu um Kópavog og nágrenni. Eftir þessar góðu undirtektir ákvað UMFÍ að gera göngudaginn að árvissum viðburði. 14. júní 1981 bar reyndar upp á sjómannadaginn og þátttaka var minni en árið áður, enda veðrið síðra. Í þriðja skiptið var göngudagur fjölskyldunnar haldinn 13. júní 1982, í samvinnu við Mjólkurdagsnefnd og þess vegna stundum kallaður Mjólkurdagurinn. Alls tóku 6000 manns þátt í verkefninu, ungmennafélög um allt land skipulögðu fjölskyldugöngur, þar á meðal allmörg aðildarfélög UMSK. Göngudagur fjölskyldunnar var haldinn með ýmsum tilbrigðum fram til haustsins 2001. Þá gekk forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt hópi fólks, meðal annars Þátttökublöð frá göngudegi fjölskyldunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==