Aldarsaga UMSK 1922-2022

400 Frímannsdóttir, síðar alþingiskona, sem segir í ævisögu sinni: „Þegar ég var um tvítugt fór ég á námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum sem haldið var á vegum ungmennafélagsins [á Stokkseyri]. Mér fannst það svo gaman að ég ákvað að sækja einnig leiðbeinendanámskeið í sömu grein. Í kjölfarið tók ég að mér að leiðbeina fyrir Félagsmálaskóla UMFÍ á nokkrum námskeiðum og var þá yfirleitt að vinna með fólki sem var töluvert eldra en ég. Námskeiðin voru vinsæl hjá ýmsum hópum á Suðurlandi, kvenfélögum og sveitarstjórnum, en sveitarstjórnarfólk vildi ekki síður þjálfa sig í fundarsköpum en í ræðumennsku. Ekki höfðu allar sveitarstjórnir ritara eða bókara á þeim tíma og þetta var líka fyrir tölvuvæðinguna svo allar fundargerðir voru handfærðar. Við vorum nokkur sem ferðuðumst um Suðurland og leiðbeindum á námskeiðunum. Það var bráðgaman og ég lærði mikið af því að vinna með fjölbreytilegum hópum.“436 Árið 1978 var sett á laggirnar sérstök skólanefnd fyrir félagsmálaskólann undir formennsku Guðmundar Guðmundssonar frá Vorsabæjarhjáleigu sem hafði unnið að mörgum námskeiðum, hann varð einnig skólastjóri skólans og ritaði í skýrslu árið 1979: „Ungmennafélögin hafa með réttu verið kölluð félagsmálaskóli þjóðarinnar. Þegar UMFÍ stofnaði formlegan félagsmálaskóla fyrir tæpum áratug var því í raun ekki um nýtt starfssvið að ræða, heldur var verið að aðlaga gamlan starfsþátt breyttum aðstæðum.“437 Á 8. áratugnum starfaði skólinn eftir reglugerð frá árinu 1970 en á þingi UMFÍ, sem haldið var í Stórutjarnarskóla haustið 1979, var samþykkt ný reglugerð fyrir skólann.438 Á 8. og fram á 9. áratuginn gekkst UMSK fyrir félagsmálanámskeiðum hjá aðildarfélögum sínum og nýtti kennsluefni frá Félagsmálaskóla UMFÍ þar sem meðal annars var fjallað um fundarsköp, framkomu og ræðumennsku. Kennarar voru Gissur Pétursson, Þór Indriðason, Kristján Sveinbjörnsson, Margrét Bjarnadóttir og Guðmundur Guðmundsson. Diðrik Haraldsson og síðan Helgi Gunnarsson önnuðust stjórn skólans. Þessi námskeið voru mikil lyftistöng fyrir félögin og gerðu þau sjálfstæðari í störfum sínum eins og lesa má í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1983 en í febrúarmánuði það ár voru haldin fjögur námskeið á félagssvæði UMSK, hjá Stjörnunni, Ungmennafélagi Bessastaðahrepps, Íþróttafélaginu Gerplu og Dreng í Kjós, í skýrslunni segir: „Það er viðurkennd staðreynd að félagsmálafræðsla er einn öflugasti stuðningur sem UMSK getur veitt í félögum sínum. Reynslan af námskeiðunum er ótvíræð. Félagsmálanámskeiðin leiða til aukins félagsstarfs og meiri og betri þátttöku einstaklinga.“439 Ólafur Oddsson frá Neðra-Hálsi í Kjós starfaði mikið fyrir UMSK og UMFÍ, meðal annars í tengslum við félagsmálaskóla UMFÍ. Hann sagði í viðtali árið 2018: „Þetta voru námskeið um framkomu, ræðumennsku, fundarstjórn og ritun fundargerða, þau voru haldin um allt land, ég er enn að hitta fólk sem var á þeim. Ég útbjó líka námsefni fyrir Æskulýðsráð ríkisins og menntamálaráðuneytið sem var notað í grunnskólum. Mér fannst það mikilvægt að fólk kynni að tjá sig og koma fram, öðlast sjálfstraust og öryggi, maður sá að þeir sem gátu ekki komið fyrir sér orði sátu eftir með sárt ennið. Það var stefna hjá UMFÍ að efla félagslega þáttinn og maður gaf sig allan í þetta, vildi hugsa um heildina og virkja alla.“440 Þessi vakning innan hreyfingarinnar stuðlaði að því að UMSK hóf að útnefna félagsmálamenn ársins, frá 1969 og fram á 8. áratuginn hlutu eftirtaldir það sæmdarheiti: Gestur Guðmundsson, Pálmi Gíslason og Steinar Lúðvíksson, allir úr Breiðabliki, Stefán Ágústsson úr Gróttu og Sigurður Skarphéðinsson úr Aftureldingu. Ólafur Oddsson (1951– 2023) starfaði mikið við félagsmálaskóla UMFÍ, hann var einnig framkvæmdastjóri og formaður UMSK um skeið. ÍSÍ-hátíð 1980 Árið 1980 var haldin íþróttahátíð á vegum ÍSÍ sem hófst með vetrarleikum á Akureyri á þorranum. Nokkrir skíðamenn úr UMSK héldu norður og einn skautahlaupari, Gunnar Snorrason, sem lenti í 2. sæti. Hann var leikinn á skautunum en fyrst og fremst var hann þekktur sem langhlaupari innan Breiðabliks og UMSK. 25.–28. júní það sama ár var haldin ÍSÍhátíð í Reykjavík sem fólst í íþróttasýningum og íþróttakeppni. Farið var í skrúðgöngu sem endaði á Laugardalsvelli þar sem mikil íþróttasýning var haldin. Glímukappinn Ármann J. Lárusson úr Breiðabliki var fánaberi í hópgöngunni. Þátttakendur frá UMSK á hátíðinni komu meðal annars frá Gerplu, ÍK, Breiðabliki og Aftureldingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==