Aldarsaga UMSK 1922-2022

40 Um haustið var nýr, upphitaður gervigrasvöllur tekinn í notkun á Álftanesi. 2016 Félagsmenn UMSK eru 75 þúsund, aðildarfélögin eru 50 og 32 íþróttagreinar stundaðar innan sambandsins. Dansmót, handboltamót, sundmót og boccia-mót UMSK voru haldin á árinu. 9. apríl var vígð ný íþróttamiðstöð fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG). 19. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. 1. september tók Íþróttafélagið Grótta við rekstri íþróttamannvirkja Seltjarnarnesbæjar. Í árslok opnaði Nesklúbburinn nýja inniaðstöðu, Risið, við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Þar er golfhermir, púttflatir og svæði til að æfa réttu golfsveifluna. Hjólreiðadeild stofnuð innan Breiðabliks. Undirritað er samkomulag um formlegt samstarf KR og Gróttu á sviði íþróttamála. 2017 Íþróttaiðkendur innan UMSK eru 33 þúsund og skiptast jafnt á milli kynja. 6. janúar tók HK nýja félagsaðstöðu í notkun í íþróttamiðstöðinni Kórnum. Knattspyrnufélagið Álafoss í Mosfellsbæ stofnað. Fyrsti formaður félagsins var Patrekur Helgason. Samkvæmt ársreikningi UMSK voru rekstrartekjur rúmlega 90 m.kr. og nokkrar m.kr. í rekstrarhagnað. 24. apríl varð Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi 50 ára. Félagið hélt upp á tímamótin með vikulangri afmælisdagskrá. 4. júní flutti Golfklúbbur Mosfellsbæjar félagsaðstöðu sína í nýja byggingu við Hlíðavöll. Hún hlaut nafnið Klettur, þar er einnig fundaraðstaða og veitingarekstur. 20. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. 900 hlauparar tóku þátt í árlegu skólahlaupi UMSK sem haldið var um haustið. 2018 28. landsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki 12.–15. júlí. 5. apríl var hjóladeild Aftureldingar stofnuð, hún varð 11. deildin innan Aftureldingar. 21. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Gerpla tekur í notkun nýtt fimleikahús við Vatnsendaskóla í Kópavogi. UMSK hlýtur hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir nýjungar og nýsköpun í starfi. Skólahlaup UMSK fer fram á tveimur stöðum vegna mikils Skólahlaup UMSK fór fram á tveimur stöðum 2018.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==