Aldarsaga UMSK 1922-2022

399 Félagsmálaskóli UMFÍ Þegar séra Eiríkur J. Eiríksson lét af formennsku í UMFÍ árið 1969 var Hafsteinn Þorvaldsson kosinn formaður. Hann og fleiri ungmennafélagar höfðu mikinn hug á að skerpa á félagslega þættinum innan hreyfingarinnar, málið var á dagskrá á sambandsþingi UMFÍ sumarið 1969 og þar var samþykkt að „… UMFÍ hefjist þegar handa með athugun á stofnun og starfrækslu félagsmálaskóla sem hafi það að markmiði að þjálfa unga menn og konur til þess að taka að sér félagslega uppbyggingu meðal æskulýðs í landinu.“434 Hafsteinn hóf strax að skipuleggja skólastarfið og lagði drög að reglugerð fyrir skólann sem skyldi starfræktur í námskeiðsformi, námsgreinar yrðu fundarstjórn og fundarreglur, framsögn og mælska, uppbygging félaga og félagasamtaka. Sérstaklega yrði fjallað um starf, skipulag og verkefni ungmennafélaga. Sigurfinnur Sigurðsson varð yfirkennari félagsmálaskólans en stjórn UMFÍ var jafnframt skólanefnd skólans. Fyrsta félagsmálanámskeiðið var haldið í febrúar 1970 í íþróttaskólanum í Haukadal í Biskupstungum sem Sigurður Greipsson hafði starfrækt frá árinu 1927. Það var tímanna tákn að halda fyrsta námskeiðið í Haukadal, á síðasta starfsári skólans, nú voru nýir tímar í augsýn og þann sama vetur var haldið félagsmálanámskeið í félagsheimilinu Stapa fyrir ungmennafélög á Suðurnesjum en einnig í Kennaraskólanum og Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni, eftirsókn óx úr öllum áttum. Vorið 1970 voru samþykkt lög á alþingi um æskulýðsmál, samkvæmt þeim var Æskulýðsráð ríkisins (ÆRR) stofnað. Reynir Karlsson íþróttakennari varð framkvæmdastjóri ráðsins og jafnframt æskulýðsfulltrúi ríkisins. Öllum var ljóst að nauðsynlegt var að mennta leiðtoga sem sinntu sérstaklega æskulýðsmálum, íþróttastarfi og félagsmálum. Æskulýðsráð ríkisins, UMFÍ og ÍSÍ tóku höndum saman á þessum vettvangi, útbúið var kennsluefni og haldið námskeið fyrir væntanlega leiðtoga haustið 1972 í Leirárskóla í Borgarfirði. Þangað mættu 42 karlmenn, 22 frá ungmennafélögum og 20 frá öðrum félögum. Margir þeirra áttu eftir að verða burðarásar í félags- og íþróttalífi víða um land næstu áratugina. Hér koma nokkur nöfn þátttakenda og einnig nöfn þeirra félaga og héraðssambanda sem þeir störfuðu fyrir árið 1972: Ingimundur Ingimundarson UMSS. Þóroddur Jóhannsson UMSE. Níels Árni Lund UNÞ. Sigvaldi Ingimundarson USÚ. Helgi Gunnarsson USVS. Jóhannes Sigmundsson HSK. Guðmundur Guðmundsson HSK. Hafsteinn Þorvaldsson UMFÍ. Sigurfinnur Sigurðsson UMFÍ. Sigurður Geirdal UMFÍ. Sigurður R. Guðmundsson UMFÍ. Næstu árin voru félagsmálanámskeið haldin víða um land sem höfðu mikil áhrif, meðal annars réðu einstök ungmennafélög til sín framkvæmdastjóra, einkum yfir sumartímann. Þeir stofnuðu meira að segja með sér félag sem hlaut nafnið Félag framkvæmdastjóra ungmennafélaga (FFU). Félagsmálakennurum fjölgaði með hverju árinu, 1975 voru þeir 68 innan 16 héraðssambanda.435 Ein þeirra sem fengu menntun sína á félagsmálasviðinu á námskeiðum hjá ungmennafélögum var Margrét Félagsmálanámskeið í Kópavogi árið 1972 var samvinnuverkefni UMSK og tómstundaráðs Kópavogs. Um 40 manns sóttu námskeiðið, hér má sjá hluta þátttakenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==