Aldarsaga UMSK 1922-2022

397 íslenskri glímu, þar mætti enginn keppandi frá UMSK, enda var íþróttin ekki stunduð almennt innan héraðssambandsins um þetta leyti. Knattspyrna karla. Knattspyrnulið UMSK, skipað leikmönnum úr Breiðabliki, lenti í 3. sæti á eftir gulldrengjum úr Keflavík og silfurliði úr Njarðvík. Búist var við betri árangri hjá UMSK-liðinu sem fékk á sig allharða gagnrýni í ársskýrslu sambandsins: „Áhugaleysi einkenndi þátttöku þeirra og því fór sem fór. Þegar við förum næst á landsmót þá reynum við að hafa með áhugasama knattspyrnumenn, sem taka hverju verkefni sem alvöruverkefni.“430 Körfuknattleikur karla. Körfuknattleikslið UMSK, sem Ragnar Bjartmarsson stýrði, var skipað Breiðabliksmönnum. Liðið sýndi mikla keppnisgleði og félagsanda og endaði í 5. sæti á mótinu. Siglingar. Siglingar voru sýningargrein og einnig keppni á seglbrettum. Þar mættu til leiks félagar úr þremur UMSK-félögum, frá Ými í Kópavogi, Vogi í Garðabæ og Sigurfara á Seltjarnarnesi. Sæfararnir kepptu í siglingum á leiðinni til Keflavíkur og síðan í höfninni á smærri bátum og seglbrettum.431 Skák. Að þessu sinni var engin undankeppni, 16 skáksveitir mættu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem keppnin fór fram. UMSK tefldi fram vaskri sigursveit sem fékk í kaupbæti þessa umsögn í ársskýrslu UMSK: „Fáir keppendur settu eins mikinn svip á aðalstöðvar UMSK á svæðinu alltaf kátir og hressir.“432 200 manns í mat Alda Helgadóttir segir frá: „Ég byrjaði að vinna í matartjaldi UMSK á landsmótinu á Suðurnesjum árið 1984. Ester Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMSK og meðspilari minn í handboltanum, var potturinn og pannan við að draga að sér aðföng og fá aðstoðarfólk í lið með okkur. Við Ester vorum ásamt fleirum að vinna í matartjaldinu á landsmótum í rúm 20 ár, þar til þetta fyrirkomulag var lagt niður. Við gáfum keppendum morgunmat, þeir fengu síðan nesti með sér og síðan var heitur kvöldmatur. Þangað komu keppendur, þjálfarar, liðstjórar og ýmsir aðrir, þetta var mjög skemmtilegt, en stundum erfitt og frumstæð aðstaða. Allt gekk þetta að lokum, þegar mest var gáfum við yfir 200 manns að borða.“429 UMSK-tjaldið var ómissandi á öllum landsmótum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==