Aldarsaga UMSK 1922-2022

394 fjölmennasta hópinn, þar sem mættu knattspyrnumenn úr UBK, körfuknattleiksmenn og nokkrar af handknattleikskonunum voru einnig frá UBK. Frá Stjörnunni kom hluti af handknattleiksliðinu, blakmenn frá HK, fimleikaflokkur frá Gerplu, sundfólk og frjálsíþróttafólk að mestu frá UBK. Skákmennirnir voru flestir gamalreyndir kappar frá fyrri landsmótum, starfsíþróttafólk var víðsvegar að af sambandssvæðinu, siglingamenn úr öllum siglingaklúbbum innan sambandsins, borðtennisliðið snöggsoðið, sem og júdóliðið.“424 Árangur UMSK í einstökum greinum var sem hér segir: Blak karla. Blakið var vaxandi íþrótt á sambandssvæðinu og miklar væntingar stóðu til blakliðs UMSK. Liðið var að mestu leyti skipað leikmönnum úr HK sem hafði lent í 2. sæti Íslandsmótsins veturinn áður. Albert H. N. Valdimarsson stýrði UMSK-liðinu sem keppti um gullverðlaun við HSK. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og hefur stundum verið kallaður „leikur aldarinnar“. Hann stóð yfir í 102 mínútur og tókst Skarphéðinsmönnum að snúa afleitri stöðu í sigur með ótrúlegri seiglu undir liðstjórn Jasonar Ívarssonar og með dyggum stuðningi áhorfenda. Í sögu UMFÍ er leikslokunum lýst þannig: „Úrslitaleikurinn fór fram í íþróttahúsinu og klappliðin troðfylltu salinn. Þegar leiknar höfðu verið fjórar hrinur var staðan jöfn, bæði liðin höfðu unnið tvær. Fimmta hrinan var til úrslita og í byrjun náðu Kjalnesingar heljarmiklu forskoti. Staðan var 13–4 og leikurinn virtist tapaður Skarphéðnum, því Kjalnesinga vantaði aðeins tvö stig í fullan sigur. Þá reis upp Guðmundur Kr. Jónsson formaður HSK og hóf hvatningarhróp sem allt hans lið tók undir. Með áköfum stuðningi klappliðskórsins tók liðið að saxa á forskot Kjalnesinga og eftir langa orustu var staðan orðin 13–8. Þá skoruðu Kjalnesingar 14. stig sitt og skorti nú aðeins eitt í viðbót. Spennan var orðin óbærileg og áhangendur liðanna gerðu út af við raddbönd sín næstu mínúturnar. Það ótrúlega gerðist að Skarphéðinsmenn höluðu inn stigin hægt og bítandi og að lokum náðu þeir 16. stiginu og sigruðu. Þessi leikur er öllum viðstöddum minnisstæður enn í dag enda gerist það ekki á hverjum degi að gjörtöpuðum leik er breytt í glæsilegan sigur.“425 Borðtennis. Árangur UMSK í borðtennis á landsmótinu var ekki sem glæsilegastur, enda íþróttagreinin ekki stunduð með reglubundnum hætti á sambandssvæðinu nema í Stjörnunni og Gerplu veturinn áður. Dráttarvélaakstur. 24 keppendur spreyttu sig í dráttarvélaakstri, allt karlmenn. Einn keppti fyrir hönd UMSK, Fimleikasýningar voru orðinn fastur liður á landsmótum UMFÍ, félagar úr Gerplu komu þar mikið við sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==